Guðrún til FH og Ingibjörg framlengdi

Guðrún til FH og Ingibjörg framlengdi

Kvennaliði FH í handboltanum barst mikill liðstyrkur í gær þegar Guðrún Ósk Maríasdóttir gekk til liðs við félagið. Guðrún sem er markvörður hefur leikið Fram og Fylki þar sem hún er uppalin. Guðrún spilaði fyrstu 7 leiki tímabilsins með Fram í fyrra en þurfti svo að draga sig hlé vegna þess að hún gekk með sitt fyrsta barn sem hún átti svo í sumar. Guðrún hefur verið viðloðandi landsliðið á síðustu árum og vonast allir FH – ingar til þess að hún finni það gamla form í Krikanum í vetur.
Guðrún og hennar fjölskylda er innilega boðin velkominn í FH.

Ingibjörg Pálmadóttir hefur framlengt samning sinn við félagið og er það mikið fagnaðarefni enda Ingibjörg en besti leikmaður FH liðins. Ingibjörg er uppalin FH ingur sem hefur leikið allan sinn feril fyrir félagið enda af miklum og góðum FH ættum.

Aðrar fréttir