Gummi Sævars: Sjö titlar á sjö árum er ekkert grín fyrir bakið

Gummi Sævars: Sjö titlar á sjö árum er ekkert grín fyrir bakið

Guðmundur Sævarsson spilaði 239 leiki fyrir meistaraflokk FH og var afar vinsæll meðal stuðningsmanna FH þau tímabil sem hann spilaði með liðinu.

Guðmundur, eða Gummi eins og hann er oftast kallaður, spilaði iðulega sem hægri bakvörður og skilaði 28 mörkum sem er mögnuð tölfræði fyrir bakvörð.

„Það er bara frekar ljúft, það er líf eftir boltann þó margir haldi annað. Ég er fjölskyldumaður þ.a. maður snýst soldið í kringum börnin og þeirra tómstundir, síðan var tilbreyting þegar maður gat tekið sumarfrí með fjölskyldunni eins og venjulegt fólk,” sagði Gummi um lífið eftir fótboltann.

„Minningarnar eru mjög margar en ef maður ætti að velja einhverja eina þá hlýtur það að vera Akureyri 2004, að taka þátt í að vinna fyrsta stóra titillinn fyrir uppeldisfélagið sitt var ógleymanlegt.”

„Það er erfitt að nefna einhvern einn sem besta samherjann, það voru margir frábærir karakterar og leiðtogar í 2004 og 2005 liðunum þ.a. ég get ekki gert upp á milli.”

Við báðum Gumma um að stilla upp besta liði sem hann hefur spilað með í FH og hér kemur það:
Ekki hægt að velja neitt annað en 4-3-3.

Mark: Daði Lár, frábær liðsfélagi og góður milli stanganna (hefði líka getað valið smiðinn Gunna Sig „the human wall“, hann kom ótrúlega sterkur inn þegar á þurfti).
Vinstri bakvörður: Freyr Bjarna, traustari varnarmann finnur þú ekki.
Miðverðir: Tommy og Sverrir, draumaparið.
Hægri bakvörður: Gummi Sævars, upp og niður.
Miðja: Heimir Guðjóns stjórnar leiknum, Björn Daníel, náttúrutalent, Ásgeir Gunnar tarfast box í box.
Hægri kantmaður: Jón Þorgrímur „maður fólksins“, kemur kannski einhverjum á óvart en við náðum mjög vel saman.
Framherji: Borgvardt, augljóst.
Vinstri: Tryggvi Guðmunds, gerði allt til að vinna og gat klárað leiki, Emmi Hall var frábær 2004, það átti enginn bakvörður séns í hann, fínt að vera með honum í liði, hefði mögulega geta valið hann
Varamenn: Atli Viðar, Baldur Bett, Atli Guðna, Davíð Viðars, Matti Vill, Auðun Helga og Simon Karkov, síðan er ég pottþétt að gleyma einhverjum meisturum.

Við spurðum Gumma út í FH-liðið í dag og hvernig hann sæi það frá augum stuðningsmanns.

„FH-liðið er mjög rútínerarð og allir þekkja sín hlutverk mjög vel, liðið er mjög gott varnarlega og gefur fá færi á sér og þannig er auðveldara að vinna fótboltaleiki, þó að liðið sé ekki endilega að spila vel eða fallegasta boltann virðist liðið alltaf getað kreist eitthvað úr leikjunum sem þegar upp er staðið skiptir öllu máli.”

„Sóknarlega hefur liðið marga möguleika en Heimir hefur kan

Aðrar fréttir