Hafnarfjarðarbær og FH semja um rekstur.

Hafnarfjarðarbær og FH semja um rekstur.

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Magnús Gunnarsson, og varaformaður FH, Ingvar Viktorsson , undirrituðu í gær rekstrar- og leigusamning aðila og samkomulag um uppgjör vegna framkvæmda í Kaplakrika.

Með samningum hefur FH tekið við rekstri íþróttasvæðisins í Kaplakrika sem fengið hefur heitið Íþróttamiðstöð FH í Kaplakrika.

Samingurinn felur í sér að FH skal reka skrifstofu í íþróttamiðstöðinni þar sem haldið verði utan um bókhald félagsins og deilda þess. Kveðið er á um að félagið skuli skila til íþróttafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar bæði ársuppgjöri hvers árs og einnig fjárhagsáætlun fyrir komandi ár.

Einnig skal félagið árlega skila sundurgreindu hálfs árs reikningsuppgjöri um rekstur íþróttamiðstöðvarfélagsins. Á skrifstofunni skal einnig unnið að gerð yfirlitsskýrslu ÍSÍ og stuðlað að auknu samstarfi milli einstakra deilda félagsins varðandi skipulag, fjáraflanir, nýtingu æfingatíma og annars íþróttastarfs. Hafnarfjarðarbær tekur á leigu íþróttasali, útisvæði og búnings- og baðaðstöðu í íþróttamiðstöð FH til 20 ára frá og með 1. ágúst, 2002 en FH er heimilt að ráðstafa vannýttum tímum í samráði við íþróttafulltrúa

Aðrar fréttir