Hafnarfjarðarmeistaramót 14 ára og yngri

Hafnarfjarðarmeistaramót 14 ára og yngri

Mótið var haldið á kaplakrikavelli við góðar aðstæður. Veður var milt og var vindur undir 2m/sek svo allur árangurvar löglegur. Mjög góður árangur náðist og margar bætingar litu dagsins ljósen besta afreki mótsins náði GuðmundurHeiðar Guðmundsson, fékk heil 1014 stig fyrir langstökk upp á 4,39 metra en þess má geta að frábær árangur telst yfir 1000 stig.

Boðið var upp á pylsur og kók í boði SS og Vífilfells og prentþjónustan Prentmet lagði til glæsileg verðlaunaskjöl fyrir alla keppendur.

Ég vil hvetja alla til að skoða heildarúrslitin undir linkinum úrslit móta til vinstri á síðunni.

Kveðja,

Ævar þjálfari

Aðrar fréttir