Hafnarfjarðarmót í handbolta 24. – 26. Sept

Hafnarfjarðarmót í handbolta 24. – 26. Sept

Um helgina munu FH og Haukar í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ standa fyrir afar sterku handboltamóti sem fram fer í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Auk Hafnarfjarðarliðanna mæta Valsmenn og Akureyringar til leiks.  Um er að ræða æfingamóti fyrir komandi átök á Íslandsmóti og eins og umræðan hefur verið í handboltaheiminum  er líklegt að þessi  fjögur lið muni skipa topp 4 í deildinni í vetur. Það er því mikil handboltaveisla framundan með gæða handbolta á dagskrá.

Leikáætlun er eftirfarandi:

Fimmtudagur 24. September

Kl. 18:00               FH-Valur

Kl. 20:00               Haukar-Akureyri

 

Föstudagur 25. September

Kl. 18:00               Haukar-Valur

Kl. 20:00               FH-Akureyri

 

Laugardagur 26. September

Kl. 14:00               Valur-Akureyri

Kl. 16:00               Haukar-FH

 

Mætum öll og styðjum FH til sigurs í lokaundirbúningi liðsins fyrir Íslandsmótið!

Aðrar fréttir