Hafnarfjarðarmótið – 1. leikdagur

Hafnarfjarðarmótið – 1. leikdagur

FH og Fram mættust i fyrsta leik Hafnarfjarðarmótsins 2012. FH byrjaði leikinn mun betur en staðan eftir níu mínútur var 4-0 fyrir FH.

Framarar voru ólíkir sjálfum sér og skoruðu ekki mark fyrr en á tíundu mínútunni. Staðan í hálfleik var 16-9 FH í vil.

Fram vaknaði til leiksins í síðari hálfleik. Það var hins vegar of seint. Framarar minnkuðu muninn í fjögur mörk, 18-14 þegar rúmar fimmtán mínútur voru til leiksloka.

Lengra komst Fram ekki og FH sigraði leikinn 21-17.

Mörk FH : Ólafur Gústafsson 7, Einar Rafn Eiðsson 6, Ari Magnús Þorgeirsson 3, Þorkell Magnússon 2, Andri Berg Haraldsson 1, Bjarki Jónsson 1, Magnús Óli Magnússon 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 23

Mörk Fram: Þorri Björn Gunnarsson 5, Ármann Árnason 3, Jón Arnar Jónsson 2, Elías Bóasson 2, Stefán B. Stefánsson 1, Haraldur Þorvarðarson 1, Sigurður Eggertsson 1,  Róbert Aron Hostert 1, Stefán Darri Þórsson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 7/1, Magnús Gunnar Erlendsson 9/3.

Aðrar fréttir