Hafnarfjarðarmótið – 1. leikdagur

Hafnarfjarðarmótið – 1. leikdagur

Fyrri leikur dagsins á fyrsta degi Hafnarfjarðarmótsins var á milli Íslandsmeistara FH og sænska úrvalsdeildarliðsins Eskilstuna Guif. FH-ingar áttu góðan fyrrihálfleik en misstu Guif of langt frá sér í seinni hálfleik og FH beið lægri hlut gegn sterku liði Guif.

FH 27 – 31 Eskilstuna Guif (13-14)

Það var ágætlega mætt í Íþróttahúsið í Strandgötu á opnunarleik Hafnarfjarðarmótsins sem fór fram á milli FH og Guif. FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti í fyrrihálfleik en voru þrátt fyrir það einu marki undir í hálfleik, 14-13. Daníel Andrésson markvörður FH-inga varði eins og berserkur í leiknum og var besti maður FH-liðsins, sem gaf hins vegar eftir í síðari hálfleik í varnarleiknum og leikmenn Guif gengu á lagið. Þá var ekki að sökum að spyrja og Guif, undir stjórn Íslendingsins Kristján Andréssonar vann fjögurra marka sigur á Íslandsmeisturum FH sem halda til Ísraels eftir rúmlega tvær vikur þar sem þeir mæta norska meistaraliðinu Haslum HK í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Á morgun mæta FH-ingar svo Valsmönnum klukkan 20:00 í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Mörk FH: Örn Ingi Bjarkason 6, Ragnar Jóhannsson 5, Andri Berg Haraldsson 4, Ólafur Gústafsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Halldór Guðjónsson 2, Baldvin Þorsteinsson 2, Hjalti Þór Pálmason 1, Ari Magnús Þorgeirsson 1. Aðrir leikmenn á leikskýrslu FH sem komust ekki á blað: Magnús Óli Magnússon, Þorkell Magnússon, Ísak Rafnsson, Sigurður Ágústsson.

Mörk Guif: Robin Andersson 7, Tobias Aren 5, Mathias Tholin 5, Pontus Axell 5, Matthias Zachrisson 5, Sebastian Hammer 2, Richard Blank 1, Robin Oldberg 1. Aðrir leikmenn á leikskýrslu Guif sem komust ekki á blað: Richard Aberman, Andres Flodman, Richard Larsson, Haukur Andrésson.

Frétt tekin af sport.is

Umfjöllun um leik Hauka og Vals er einnig hægt að nálgast á sport.is

Aðrar fréttir