Hafnarfjarðarmótið – 2. leikdagur

Hafnarfjarðarmótið – 2. leikdagur

FH og Valur mættust í dag í seinni leik dagsins á Hafnarfjarðarmótinu. Leikurinn var kaflaskiptur og FH leiddi með einu marki í hálfleik. Síðari hálfleikur var FH-inga og sigruðu þeir Valsmenn, sem hafa ekki unnið leik á mótinu.

FH – Valur 25-20 (13-14).

Leikur FH og Vals var, eins hefur komið fram mjög kaflaskiptur og töluverður haustbragur á leik liðanna. Liðin skiptust á því að halda forystunni í fyrri hálfleik en Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13.

FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafi og áttu góðan kafla þar sem þeir skoruðu fjögur mörk í röð, 18-14. Valsmenn voru hins vegar ekki á því að gefast upp og minnkuðu muninn í eitt mark, 18-17. Eftir það var hins vegar ekki aftur snúið fyrir Val og FH-ingar gáfu í og sigruðu að lokum með fimm marka mun 25-20.

Hjá FH var markvörðurinn Sigurður Örn Arnarson í miklum ham og nýtti tækifærið sitt vel í byrjunarliðinu, en Daníel Andrésson, fyrsti markvörður liðsins hvíldi allan leikinn í dag eftir að hafa spilað vel í gær gegn Guif.

Tveir leikir fara fram á morgun, en í fyrri leik dagsins mæta Valsmenn Guif klukkan 14:00 og í seinni leiknum á morgun verður Hafnarfjarðarslagur milli FH og Hauka klukkan 16:00 og verður það lokaleikur mótsins.

Mörk FH: Ólafur Gústafsson 4, Atli Rúnar Steinþórsson 3 , Ragnar Jóhannsson 3, Hjalti Þór Pálmason 3, Baldvin Þorsteinsson 3, Örn Ingi Bjarkason 2, Halldór Guðjónsson 2, Ari Magnús Þorgeirsson 2, Sigurður Águstsson 1, Magnús Óli Magnússon 1, Andri Berg Haraldsson 1.

Skot varin: Sigurður Örn Arnarson 22.

Mörk Vals: Sturla Ásgeirsson 7, Anton Rúnarsson 6, Valdimar Fannar Þórsson 2, Sveinn Aron Sveinsson 2, orri Freyr Gíslason 2, Magnús Einarsson 1.

Skot varin: Ingvar Guðmundsson 9, Hlynur Morthens 5.

Frétt tekin af sport.is

Umfjöllun um leik Hauka og Guif er einnig hægt að nálgast á sport.is

Aðrar fréttir