Hafnarfjarðarmótið – Frítt á alla leikina

Hafnarfjarðarmótið – Frítt á alla leikina

Dagana 18. – 20. ágúst mun fara fram hið árlega
Hafnarfjarðarmót sem FH, Haukar og Hafnarfjarðarbær hafa haft umsjón yfir í
sameiningu. Mótið í ár er sérstakt því sænska úrvalsdeildarliðið Ekilstuna Guif
tekur þátt í mótinu og er það í fyrsta skipti sem erlent lið tekur þátt. Eins
og flestum ætti að vera kunnugt um er Guif undir stjórn íslenska þjálfarans
Kristjáns Andréssonar. Að auki er einn leikmanna Guif íslenskur og er það
bróðir Kristjáns, miðjumaðurinn Haukar Andrésson.

Undir stjórn Kristjáns hefur Guif náð frábærum árangri: Síðustu tvö tímabil
hefur hann komið liðinu í úrslitaeinvígið, en á síðasta tímabili tapaði Guif
gegn sænsku meisturunum IK Savehof.

Guif kom til landsins síðustu nótt og mun æfa þrisvar hér á landi ásamt því að
leika í mótinu, gegn Íslandsmeisturum FH, Haukum og Val.

Fólk má eiga von á afar sterku handboltamóti og án efa von á mikilli
handboltaveisla framundan með gæða handbolta á dagskrá.

Allir leikir mótsins munu fara fram í hinu fornfræga húsi, Íþróttahúsinu við
Strandgötu og eru leikirnir sem hér segir:

Fimmtudaginn 18. ágúst
Kl 18.00 FH-Guif
kl 20.00 Haukar-Valur

Föstudaginn 19. ágúst
Kl 18.00 Haukar-Guif
kl 20.00 FH-Valur

Laugardaginn 20. ágúst
Kl 14.00 Valur-Guif
kl 16.00 FH-Haukar

Frítt er á alla leikina og hvetjum við alla
handboltaunnendur að fjölmenna á leikina.

Aðrar fréttir