Hafnarfjarðarsigur norðan Læks

Hafnarfjarðarsigur norðan Læks

29-28

Eimskipsbikarinn, Kaplakriki, sunnudagurinn 7. desember 2008, kl 15:30


FH.is hefur fengið sérstakan gestafréttaritara til þess að fjalla um leik FH og Hauka sl sunnudagi en það er enginn annar en… Guðmundur Pedersen okkar þaulreyndi hornamaður sem átti frábæran leik á sunnudaginn eins og allt FH liðið… Við sendum boltann á Gumma:

Er hægt að biðja um stærri og flottari leik í átta liða úrslitum í bikar
en Hafnarfjarðarslag milli FH og Hauka? Ég held ekki, svei mér þá.  Við
FH-ingar höfðum ástæðu til að mæta brattir til leiks eftir að hafa
fyrir nokkrum vikum sigrað Hauka í N1 deildinni í Krikanum.  Ætlun
okkar var að endurtaka leikinn, en við vissum líka vel að andstæðingar
okkar ætluðu sér ekki að leyfa okkur það svo glatt.

Fyrri hálfleikur

Leikurinn byrjaði þokkalega hjá okkur, hart var tekist á og nokkuð
um pústra.  En svo sem ekkert meira en gengur og gerist, sérstaklega
ekki þegar þessi lið mætast.  Við leiddum stærstan hluta fyrri
hálfleiksins en aldrei samt meira en 1-2 mörk.  Staðan í hálfleik
16-14, okkur í vil.


Seinni hálfleikur

Sá seinni byrjaði mjög vel hjá okkur og náðum við mest 6 marka
forskoti, þessi kafli hjá okkur var frábær, allt small saman, hörku
vörn, góð skyttu mörk, góð liðsheildarmörk og krafturinn í liðinu bara
til fyrirmyndar.  Þegar ca 15 mínútur voru eftir fór Birkir að verja
eins og berserkur í marki Hauka, og viðkannski að gera honum auðveldar
fyrir með lakari skotum, en þeir náðu að minnka muninn í 1 mark og allt
á suðupunkti.  Þeir fengu nokkur tækifæri til að jafna en ekkert var
skorað síðustu 4 og hálfa mínútuna í leiknum.  Næst komust þeir því að
jafna þegar Sigurbergur skaut í stöng, þaðan í hina og stöngina og út.
Við fengum boltann og freistuðumst til þess að halda honum út leikinn,
það tókst ekki, dæmd var leiktöf þegar ca 10 sekúndur voru eftir og
Haukar bruna í hratt upphlaup, við reyndum að brjóta á þeim en náðum
þeim ekki fyrr en Ási braut á Sigurbergi rétt við punktalínu, alls ekki
svo gróft brot en sjálfsagt
brot sem að verðskuldaði rautt spjald.  Svona brot sjást oft,
sérstaklega þegar lítið er eftir af leik og í sjálfu sér ekkert út á
það að setja.  Þegar þetta gerðist ætlaði allt um koll að keyra, þetta
fór fyrir brjóstið á Haukamönnum og einhverjir pústrar áttu sér stað á
milli manna, ég held samt að þegar ró er komin yfir alla þá átta menn
sig á því að þetta er nákvæmlega það sem allir hefðu gert í stöðunni,
þ.e. að brjóta eins og Ási braut.  En leikurinn var ekki búinn, Haukar
áttu aukakastið eftir sem fór yfir og einhverjir aukapústrar áttu sér
stað í framhaldinu, eitthvað sem á ekki að sjást í svona íþrótt, en sem
betur fer róuðust menn að lokum og við tók mikill fögnuður okkar, enda
ekki alltof oft sem við höfum haft betur gegn Haukum á undanförnum
árum, og ekki síst sú tilhugsun að við vorum búnir að tryggja okkur
farseðilinn í undanúrslit í bikarnum.

Það var frábær liðsheild sem skilaði sigri í dag. Þegar Aron var klipptur út komu aðrir leikmenn til skjalanna og spiluðu glimrandi. Ási, Gummi og Óli tóku hvað eftir annað af skarið eftir góðan undirbúning og Siggi nýtti sín færi frábærlega og var eins og kóngur í ríki sínu í varnarleiknum. Aron átti síðan stórkostlegt mörk inn á milli þess sem hann var tekinn úr umferð. Varnarleikurinn var einnig frábær og Haukarnir áttu í stökustu vandræðum mestallan leikinn og virtist sem enginn nema

Aðrar fréttir