
Hafnarfjarðarslagur á sunnudag
Konurnar mæta á Ásvelli á sunnudag kl 14 og etja kappi við Haukakonur í fyrsta Hafnarfjarðarslag vetrarins í N1 deild kvenna.
Liðin eru hnífjöfn í 4. og 5. sæti og hafa bæði nælt sér í 6 stig. Það er því kjörið tækifæri fyrir stelpurnar okkar að mæta brjálaðar á Ásvelli hirða 4. sætið og ná yfirhöndinni í bænum.
FHingar eru hvattir til að fjölmenna á þennan fyrsta stórslag vetrarins í Hafnarfirði hjá konunum. Styðjum stelpurnar til sigurs.
Við erum FH!