Hákon: Komu upp tímabil þar sem þetta var orðið svart

Hákon: Komu upp tímabil þar sem þetta var orðið svart

Hákon Atli Hallfreðsson, miðjumaður FH, er í óða önn að verða klár á ný. Hákon hefur ekki spilað leik síðan undir lok tímablsins 2011, þegar hann fór útaf vegna meiðsla á 63. mínútu í leik gegn ÍBV sumarið 2011.

Meiðslin hafa plagað Hákon síðan og bæði hnén hafa verið til vandræða hjá þessum flotta leikmanni. FH.is hitti Hákon og spjallaði við hann.

,,Staðan á mér er mjög fín. Ég er byrjaður að æfa með liðinu og fyrsta æfingin með þeim var á mánudaginn. Ég er bara verða nokkur góður,” sagði Hákon Atli í viðtali við FH.is og Hákon segir að það sé ekki langt þangað til hann verði 100% klár.

,,Ég myndi ekki segja að það væri langt í það ég verði 100%. Það tekur sinn tíma að komast í form og svona, en það styttist í það.”

Meiðslin hafa tekið sinn toll hjá Hákoni. Eins og fyrr segir hefur hann ekki spilað leik í tvö sumur og þessi löngu undirbúningstímabil. Hákon lýsir því hvernig hann komst í gegnum þetta:

,,Þetta var mjög erfitt. Ég er búinn að fara í sex speglanir og það tekur á andlega. Ég er mjög trúaður og Guð hefur hjálpað mér í gegnum þetta. Hann hefur gefið mér styrk og kraft til að takast á við þessa erfiðleika og ég á honum mikið að þakka.”

Hugsaðiru eitthverntímann um að hætta í fótbolta og fara snúa þér að eitthverju öðru? ,,Það komu tímabil þar sem þetta var orðið mjög svart og maður sá ekki fyrir endan á þessu. Það kom upp í hausinn, en maður ákvað að gefast ekkert upp og ákvað að halda áfram.”

,,Ég hugsa ég hafi æft að minnsta kosti einu sinni á dag allan þennan tíma og oft tvisvar. Ég fór mjög oft í sundlaugina að hlaupa til þess að halda mér í formi. Síðan var það bara lyftingarklefinn í tvö ár.”

,,Silja hefur hjálpað mér mikið með lyftingar og síðan má ekki gleyma Robba Magg (Róberti Magnússyni, sjúkraþjálfara). Ég veit ekki hvar ég væri án hans,” og aðspurður hvort Robbi væri kraftaverkamaður svaraði Háki:

,,Róbert er kraftaverkamaður. Hann er búinn að reynast mér frábær þessi ár.”

,,Mig hlakkar ótrúlega til að komast út á völlinn. Ég get ekki lýst því með orðum. Það verður bara ótrúlega gaman að komast út á völlinn og spila.”

Hákon var alltaf í treyju númer 19, en nú er hann kominn í númer 9. Aðspurður út í þessar breytingar sva

Aðrar fréttir