Halla kastar 49.50 m

Halla kastar 49.50 m

Halla Heimisdóttir bætti sig verulega í kringlukasti í dag er hún kastaði 49.50 m og er þá komin í annað sætið frá upphafi í kringlukasti en aðeins kast Guðrúnar Ingólfsdóttir sem er 53.86 m er betra .

Vindurinn sem spáð var í dag virtist láta standa á sér í hádeginu þegar kringlukast kvenna varog miðað við þessi köst hjá Höllu í dag þá má búast við að hún fari að nálgast íslandsmet Guðrúnará næstu árum.

Þá kastaði Jón Bjarni Bragason Breiðabliki 52.53 m í kringlunni og bætti sig úr 50.85 m og Stefán Ragnar Jónsson kastaði 49.48 m og var við sinn besta árangur .

Þá kastaði Jón A Sigurjónsson sleggjunni á föstudaginn 52.44 m sem er hans besti árangur í ár ogBergur I Pétursson bætti sig líka er hann kastaði 44.66 m.

En þá kastaði Sigrún Fjeldsted spjótinu 47.20 m á föstudaginn.

Aðrar fréttir