Handboltagisk – 11. umferð karla

Handboltagisk – 11. umferð karla

Páll Ólafsson

11.umferð í N1-deild karla

Giskari umferðarinnar að þessu sinni er fyrrum “spielmacherinn” Páll
Ólafsson, en hann gerði garðinn frægan á sínum tíma m.a. með Þrótti og
KR, auk þess sem hann spilaði lengi vel með Düsseldorf í Þýskalandi. Þá
var Páll einnig fastamaður í íslenska landsliðinu og á að baki hátt í
170 landsleiki. Í seinni tíð hefur hann komið mikið að þjálfun, bæði
hjá Haukum og HK og í dag er hann yfirmaður handknattleiksmála hjá
Haukunum.

N1-deild karla og 1.deild karla

Fim. 11.des.2008     19.30   Vodafone     Valur – FH  gisk-1

Fim. 11.des.2008     19.30   Víkin            Víkingur – Haukar  gisk-2

Fim. 11.des.2008     19.30   Digranes       HK – Akureyri  gisk-1

Lau. 13.des.2008     16.00   Framhús       Fram – Stjarnan  gisk-1

Fös. 12.des.2008     19.30   Varmá           Afturelding – Selfoss  gisk-2

Fös. 12.des.2008     19.30   Austurberg    ÍR – Grótta  gisk-1

Lau. 13.des.2008     14.00   Vestm.eyjar  ÍBV – Fjölnir  gisk-1

Lau. 13.des.2008     14.30   Austurberg     Þróttur – Haukar U  gisk-2

Nokkrar athyglisverðar rimmur á ferðinni í þessari umferð sem gætu hæglega dottið hvorum megin sem er. Verður spennandi að sjá hvað Palli nær að töfra fram.

Fyrir næstu umferð ætlar Páll að setja nýjan standard í áskorunum með því að skora á sjálfan landsliðseinvaldinn, Guðmund Guðmundsson. Guðmundur er sem kunnugt er þjálfari A-landsliðs karla og á að baki gríðarlega farsælan feril, bæði sem leikmaður og þjálfari, sem inniheldur m.a. eitt stykki Ólympíusilfur og Stórriddarakross. Geri aðrir betur!

Staða handboltagisksins

Aðrar fréttir