Handboltagisk – 12. umferð kvenna

Handboltagisk – 12. umferð kvenna


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir


12. umferð í N1-deild kvenna

Við lofuðum bombum í byrjun árs í handboltagiskinu og nú er komið að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra íslenska lýðveldisins. Þorgerður lék sjálf handbolta um árabil, fyrst með ÍR og síðan FH, en einnig þótti hún feykihörð í horn að taka sem dómari og dæmdi hún m.a. á sínum tíma í efstu deild. Í seinni tíð tók pólitíkin hinsvegar öll völd og í dag starfar hún að sjálfsögðu sem menntamálaráðherra landsins. En þá að spánni…..

Spá Þorgerðar fyrir 12.umferð N1-deildar kvenna er eftirfarandi:

Fös.
9.jan.2009

19.00

Ásvellir

   Haukar –
Valur    spá – 1

Lau.
10.jan.2009

16.00

Seltj.nes

   Grótta –
Fylkir    spá -1

Lau.
10.jan.2009

16.00

Kaplakriki

   FH – Fram
         spá -1

Lau.
10.jan.2009

16.00

Mýrin

   Stjarnan
– HK     spá – 1

Já, þar höfum við það. Heimasigur í öllum leikjum segir Þorgerður og miðað við hvernig deildin hefur verið að spilast, verður þetta að teljast nokkuð sannfærandi spá. Við hvetjum að sjálfsögðu alla FH-inga, stóra sem smáa, til að fjölmenna í Krikann á laugardaginn og hvetja stelpurnar áfram til sigurs gegn Fram, en eftir frábæran sigur gegn Val í síðustu umferð eru þær til alls líklegar.

Fyrir næs

Aðrar fréttir