Handboltagisk – 14. umferð karla, gisk og úrslit

Handboltagisk – 14. umferð karla, gisk og úrslit

Jón Erling Ragnarsson

14.umferð í N1-deild karla

Giskari vikunnar að þessu sinni er stormsenterinn, hornamaðurinn knái og NÆSTbesti
golfari Fimleikafélagsins, sjálfur Jón Erling Ragnarsson. Jón gerði
garðinn frægan á árum áður, bæði í fótbolta með Fram og handbolta með
FH og er einn fárra sem hafa afrekað það að hafa orðið Íslandsmeistarar
í báðum greinum á sama árinu. Ekki amalegt það. Í dag starfar Jón sem framkvæmdastjóri Mekka.

N1-deild karla og 1.deild karla

Fim. 22.jan.2009 19.30  Akureyri    Akureyri – Víkingur  – gisk 1úrslit 2
Fim. 22.jan.2009 19.30  Ásvellir      Haukar – Valur – gisk 2 úrslit 1
Fim. 22.jan.2009 19.30  Kaplakriki  FH – Fram – gisk 1úrslit 1
Fim. 22.jan.2009 19.30  Ásgarður    Stjarnan – HK – gisk 2úrslit X

Fös. 23.jan.2009  19.30 Austurberg  ÍR – Afturelding – gisk 1úrslit – 2
Lau. 24.jan.2009 14.00 Seltj.nes Grótta – ÍBV – gisk 1 – úrslit –
Lau. 24.jan.2009 16.30 ÍM Grafarvogi Fjölnir – Þróttur –  gisk Xúrslit
Lau. 24.jan.2009 18.00 Ásvellir Haukar U – Selfoss – gisk 2úrslit –

Jón Erling skorar síðan á Gunnar Einarsson, núverandi bæjarstjóra í Garðabæ. Gunnar er án efa einn besti handknattleiksmaður sem FH hefur átt og þar að auki á hann að baki fjölmarga leiki með íslenska landsliðinu.

Aðrar fréttir