Handboltagisk – 7. umferð karla – úrslit

Handboltagisk – 7. umferð karla – úrslit


Viggó Sigurðsson

7.umferð í N1 deild karla

Giskari umferðarinnar er ekki af verri endanum að
þessu sinni. Viggó Sigurðsson hefur komið víða við á löngum ferli, m.a.
sem þjálfari hjá FH, Haukum og íslenska landsliðinu og það verður því
fróðlegt að sjá hvað gerist þegar kappinn gægist í kristalskúluna að
þessu sinni.

N1 deild karla og 1.deild karla

Mið. 5.nóv. 2008     19.30     Kaplakriki        FH – Haukar – spá X – úrslit 1
Fim. 6.nóv. 2008     19.30     Framhús         Fram – Akureyri – spá 1 – úrslit 2
Fim. 6.nóv. 2008     19.30     Víkin               Víkingur – Stjarnan – spá 1 – úrslit X
Lau. 8.nóv. 2008     16.00     Digranes          HK – Valur – spá X – úrslit X

Fös. 7.nóv. 2008     19.30      Varmá             Afturelding – ÍR – spá 2 – úrslit 2
Fös. 7.nóv. 2008     19.30      Selfoss            Selfoss – Haukar U – spá 1 – úrslit 1
Lau. 8.nóv. 2008     14.30     Austurberg      Þróttur – Fjölnir – spá 1 – úrslit 2

Lau. 8.nóv. 2008     14.00     Vestm.eyjar     ÍBV – Grótta – spá 2 – úrslit 2

Já, 8 stig af 16 mögulegum hjá Viggó sem gerir 50% árangur. Hann er þar með búinn að planta sér á botninn í keppninni ásamt Gaua Árna(sorglegt!) og Lúlla Arnars. En svona er þetta, giskið er ekkert lamb að leika sér við og dagsformið skiptir ætíð gríðarlegu máli!

Viggó skoraði á sínum tíma á Þorberg Aðalsteinsson, en úrslitin hjá honum ráðast ekki fyrr en 17.desember með leik Stjörnunnar og Hauka.


Staða handboltagisksins

 

Aðrar fréttir