
Handboltagisk – 8. umferð karla *Uppfært*

8.umferð í N1-deild karla
Giskari umferðarinnar að þessu sinni er hinn eini sanni Valdimar Grímsson. Valdimar gerði garðinn frægan á árum áður m.a. með KA og íslenska landsliðinu, auk þess sem hann varð þess heiðurs aðnjótandi að vera valinn í heimsliðið í handknattleik.
N1-deild karla og 1.deild karla
Mið. 19.nóv.2008 19.30 Höllin Akur. Akureyri – Haukar – gisk 1 (úrslit 2)
Fim. 20.nóv.2008 19.30 Vodaf. höllin Valur – Stjarnan – gisk 1
Lau. 22.nóv.2008 14.10 Digranes HK – FH – gisk 1
Fös. 19.des.2008 19.30 Víkin Víkingur – Fram – gisk 2
Fim. 20.nóv.2008 19.30 Seltj.nes Grótta – Haukar U – gisk 1
Fös. 21.nóv.2008 19.30 Austurberg ÍR – Selfoss – gisk 2
Fös. 21.nóv.2008 19.30 Varmá Afturelding – Fjölnir – gisk 1
Lau. 22.nóv.2008 14.00 Laugard.höll Þróttur – ÍBV – gisk 2
Jæja, ekki fór Valdimar nú vel af stað, en fall er víst fararheill og nú er bara að spýta í lófana með restina af leikjunum!!
Fyrir næstu umferð ætlar Valdimar að skora á fyrrum kollega sinn af hægri væng íslenska landsliðsins í handknattleik, STÓRskyttuna Sigurð Val Sveinsson. Sigurður á að baki langan og farsælan feril í handbolta, m.a. með Þrótti, Val og Lemgo, þar sem hann afrekaði eitt tímabilið að verða markakóngur 1.deildarinnar. Í dag er hann þjálfari hjá Þrótti í handknattleik, en liðið leikur í 1.deild.