Handboltaskóli FH

Handboltaskóli FH

Handboltaskóli FH hefst 6. ágúst og verður æft alla virka daga til föstudagsins 16. ágúst. Skólinn er fyrir krakka fædda 1999 – 2006. Markmið skólans er að bæta hvern einstakling og því munu allir fá verkefni við sitt hæfi, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir. Við hefjum alla daga á morgunverði 8:30 og æfing hefst strax að honum loknum. Tekin verður pása til að fá sér hressingu 10:20 og síðan verður haldið áfram að æfa til hádegis. Fyrri æfing dagsins verður einstaklingsmiðuð, þar verða æfð atriði eins og skot og gabbhreyfingar. Á seinni æfingunni verður meira um spil og spil-líkar æfingar. Alla daga verða markmannsæfingar þar sem unnið verður með grunnstöðu og tækni markmannsins. Farið verður yfir mikilvæga þætti eins og mataræði, svefn og fleira sem tengist heilbrigðum lífsstíl íþróttamannsinns.

Verð: 12.000 krónur

Innifalið er morgunmatur alla daga, grillveisla eftir síðustu æfinguna en krakkarnir þurfa sjálfir að hafa með sér létta hressingu á milli æfinga, til dæmis ávöxt.

Þrátt fyrir að þetta sé Handboltaskóli FH eru iðkendur úr öðrum félögum velkomnir. Skólinn getur verið góður undirbúningur fyrir tímabilið sem er að hefjast og styttir fríið fyrir handboltaþyrsta iðkendur.

Skólinn verður í umsjón leikmanna meistaraflokks karla í FH.

Dagskrá Handboltaskóla FH

 

Morgunverður

8:30 – 9:00

Æfing 1

9:00 – 10:20

Hressing

10:20 – 10:40

Æfing 2

10:40 – 12:00

 

Skráning og frekari upplýsingar á asbjorn@fh.is

Aðrar fréttir