Handboltaskóli FH hefst mánudaginn 8. ágúst.

Handboltaskóli FH hefst mánudaginn 8. ágúst.

Handboltaskóli FH hefst mánudaginn 8. ágúst. Skólinn verður alla virka daga til 19. ágúst, 10 skipti. Verðið er 10.000 kr. Skráning fer fram í gegnum Nóra.
Kennarar við skólann verða ma. Halldór Jóhann Sigfússon og Roland Eradze.
Árgangar 2007-2010 verða kl. 13:00-14:00
Árgangar 2003-2006 verða kl. 14:00-15:00
Árgangar 2000-2002 verða kl. 16:30-17:30

Skólinn er bæði fyrir stelpur og stráka. Fyrir yngstu krakkana verður lögð aðaláhersla á skilning á leiknum og búa þau undir veturinn í handboltanum. Fyrir eldri krakkana verður mikið lagt upp úr tækniæfingum og spillíkum æfingum.

Allar æfingar fara fram í Kaplakrika.

Allir að skrá sína krakka og við ætlum að hafa gaman í vetur.

Með kveðju, unglingaráð og yfirþjálfari handknattleiksdeildar

Halldór Jóhann Sigfússon

Handboltastjóri FH | Handballdirector FH Hafnarfjordur

Aðrar fréttir