Handbolti: Reykjavík Open frá 23. til 26. ágúst

Handbolti: Reykjavík Open frá 23. til 26. ágúst

Reykjavík Open handboltamótið fer fram í Austurbergi (ÍR) frá miðvikudeginum 23. ágúst til laugardagsins 26. ágúst. Leikið verður 2×20 mínútur. Eins og sjá má hér að neðan eru öll helstu handboltalið landsins með í þessu móti. Við FHingar leikum við Hauka strax á miðvikudeginum klukkan 19 í fyrsta nágrannaslag tímabilsins. Eins og flestir vita stendur Magnús Sigmundsson milli stanganna hjá Haukum en Magnús varði mark FH í nokkur ár. Á fimmtudeginum mætum við Aftureldingu klukkan 17 en eins og áður hefur komið fram mætast þessi lið í fyrsta leik í 1. deildinni í haust. Á föstudeginum mætum við Íslandsmeisturum Fram klukkan 18. Framarar hafa verið að safna til sín leikmönnum og tveir fyrrum FHingar eru þar á meðal, þeir Andri Berg Haraldsson og Hjörtur Hinriksson. Í hádeginu á laugardeginum leika síðan FH og ÍR. ÍRingar fengu í vor til sín Hjörleif Þórðarson línumann úr FH og Pétur Guðnason sem lék í 2. flokki FH. Öllum er velkomið að koma og horfa á FH strákana reyna sig á þessu sterka móti.

Miðvikudagur 23.8.2005

17:00 Haukar 2 – HK

18:00 Valur – Stjarnan

19:00 Haukar – FH

20:00 UMFA – Fram

21:00 Grótta – Haukar 2

Fimmtudagur 24.8.2005

16:00 ÍR – Haukar

17:00 FH – UMFA

18:00 HK – Valur

19:00 Stjarnan – Grótta

20:00 Fram – ÍR

21:00 Haukar 2 – Valur

Föstudagur 25.8.2005

16:00 HK – Stjarnan

17:00 Haukar – UMFA

18:00 FH – Fram

19:00 Valur – Grótta

20:00 UMFA – ÍR

21:00 Stjarnan – Haukar 2

Laugardagur 26.8.2005

10:00 Fram – Haukar

11:00 Grótta – HK

12:00 ÍR – FH

16:00 Leikur um 3.sæti ka

20:00 Leikur um 1.sæti ka

Aðrar fréttir