„Traustir í meðbyr – Tryggir í mótbyr“

Hvað er Muggur?

Muggur er stuðningsmannafélag handknattleiksdeildar FH og er öllum stuðningmönnum FH heimill aðgangur. Muggur var stofnaður haustið 1997 og eru félagar sem hafa skráð sig í félagið tæplega 230. Stuðningsfélagið Muggur stendur fyrir utan stjórn handknattleiksdeildar FH. Í stjórn félagsins sitja 5 stjórnarmenn og 2 varamenn sem eru virkir í stjórnarstarfinu.

Markmið félagsins er að vera stuðningsaðili við meistaraflokka FH ( karla og kvenna ) Hver félagi greiðir ákveðið mánaðargjald til félagsins (2.800 kr á mánuði ) Fjármagn þetta er notað til að styðja vð bakið á meistaraflokkum FH í handknattleik. Einnig gefur félagið út blaðið Mugg sem segir frá starfsemi félagsins og handknattieisdeildar FH.

Hvers vegna heitir félagið Muggur?

Muggur ( Guðmundur Jónsson ) var einn dyggasti stuðningmaður og vinur handknattleikdeildar FH um áratugaskeið. Muggur fylgdist jafnt með æfingum keppnismanna sem og með leikjum þeirra. Muggur var ávallt innilega sár ef illa gekk en óheyrilega glaður ef sigur vannst. Samband handknattleiksmanna við þennan FH-ing nr. 13 var innilegt og báðum aðilum til sóma og ánægju. Á 50 ára afmæli félagsins færði Muggur félaginu bikar að gjöf og skyldi hann veita þeim leikmanni sem skaraði framúr á æfingum og leikjum liðsins. Það er með sérstöku stolti a! við FH-ingar nefnum stuðningsfélagið okkar Mugg, til heiðurs þeim ágæta manni. Muggur var fæddur 1935 og hann lést árið 1988.

Hvað færð þú fyrir að vera í Mugg ?

  • Frítt fyrir tvo inn á alla deildarleiki meistaraflokka kk og kvk (gildir ekki á bikarleiki og í úrslitakeppni).
  • Kaffiveitingar í hálfleik.
  • Frítt á streymisútsendingar hjá FH TV á alla deildarleiki meistaraflokka kk og kvk (gildir ekki á bikarleiki og í úrslitakeppni).
  • Afsláttur á ýmsa viðburði hkd. FH, sbr. hið margrómaða jólahlaðborð FH.
  • Önnur tilfallandi fríðindi.

Þetta allt fyrir aðeins 2800 krónur hvern mánuð.

Skráning í MUGG: muggur@fh.is