"Handleggsbrotinn en harður af sér!

"Handleggsbrotinn en harður af sér!

Hvernig er líðanin svona á mánudegi eftir leikinn í gær ?   Nokkuð góð, maður er samt alltaf pínu stífur eftir leiki, skil það ekki alveg J En auðvitað er maður kátur og glaður eftir góðan og heilsteyptan sigurleik gegn góðu liði frá Selfossi, ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið okkar besti leikur í vetur.  Það skyggði þó svolítið á sigurinn að ég þurfti að bruna inn á spítala eftir að minni þátttöku lauk, strákurinn minn handleggsbrotnaði í pöllunum meðan á leik stóð og ég missti af fagnaðarlátunum.  En drengurinn er harður af sér eins og pabbinn og er ferskur í dag! J

Það slógu margir til í gær, markaskorunin dreifðstist vel og allir skiluðu sínu hlutverki á vellinum. Erum við með breiðasta hópinn í deildinni?  Þegar allir spila af fullu afli erum við með breiðasta hópinn og þann besta að mínu mati, mér finnst þó, og án þess að vera neikvæður, að í allt of mörgum leikjum höfum við ekki getað nýtt þessa breidd sem skildi, af því að menn hafa ekki verið að gefa allt í leikina í 60 mínútur.  En þetta sýnir okkur svart á hvítu hvers megnugir við erum.  Og svona eiga menn líka að vera í öllum leikjum, þetta er svo miklu miklu skemmtilegra.

Var búið að setja hitakrem í buxurnar hjá Ara í gær ? ( Ari var eins og píla í hraðaupphlaupunum í leiknum.)  Ari er kominn með kærustu, það segir allt sem segja þarf.  Hann átti frábæran leik í gær og er auðvitað frábær í handbolta þegar hann vill það, en……nei ég segi svona, það er ekkert en.

Hvað villtu segja um stemmninguna í Strandgötunni í gær ?  Hún var flott, það er líka oftast þannig þegar liðið spilar vel, leikgleðin á vellinum smitar uppí palla. Þetta byrjar hjá okkur.

Einhver skilaboð til FH-inga að lokum ?  Verum jákvæð og höldum áfram að styðja við bakið á öllu okkar keppnisfólki, hvort sem er í yngri flokkum eða meistaraflokkum, hjá konum eða körlum. 

FH.is þakka Guðmundi kærlega fyrir spjallið og óska strákunum til hamingju með glæsilegan sigur.

Áfram FH!

P.S Heiðar kemur svo með pistil um leikinn í kvöld!

Aðrar fréttir