Haukar 2 – FH Umfjöllun

Haukar 2 – FH Umfjöllun

1. deild karla í handbolta
         The image “http://www.123.is/volsungur/upload/logo/haukar-merki.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.                http://www.eurodbfoot.com/club/FH-Hafnarfjardar.png
            Haukar 2                 30-32                   FH     



Ásvellir, 28. nóvember 2007 kl. 21:00


Fyrri hálfleikur

Ekki er hægt að segja að við FHingar höfum komið tilbúnir í leikinn. Haukarnir sýndu klærnar og bitu frá sér frá fyrstu mínútu og leiddu leikinn mest allan fyrri hálfleikinn, þetta 2-4 mörk. Vörn okkar var hriplek, við mættum illa út í menn, tókum okkur ranga stöðu einn á einn og forvinna á línu var engin. Markvarslan var eftir því og Leo náði sér engan veginn á strik. Sóknarleikurinn var ögn skárri en ekkert til að hrópa húrra fyrir. Aron var mest ógnandi og setti upp í leikkerfi töluvert sem voru þó ekki að skila sér sem skildi því menn náðu ekki þeirri ógn sem þarf til að hreyfa varnarlínuna eins og við vildum. Haukarnir stóðu í raun rólegir og horfðu á okkur þar sem við lékum okkur langt frá þeim. Þar af leiðandi náðum við bara í hálffæri eða skutum eftir einstaklingsframtak sem gerði það að verkum að sóknir enduðu í lélegum skotum. Þó voru Aron, Óli Gúst og Óli Guðmunds að setja þrumara annað slagið. Við sóttum þegar á leið og þegar Steini mætti í vörnina og Hilmar skellti sér milli stanganna kom betra skipulag og við fengum betri markvörslu. Staðan var 14-14 í hálfleik og ljóst að menn fóru frekar ósáttir inn í hléð eftir frekar dapran fyrri hálfleik.


Hilli tók þennan, ég veit það!

Seinni hálfleikur
Í seinni hálfleik var svipað upp á teningnum. Menn náðu ekki að stíga almennilega það skref að koma hausnum í lag og spila almennilegan handbolta. Við sigum þó hægt og bítandi framúr og náðum mest 4 ra marka forystu um miðjan hálfleikinn. Við náðum ekki lengra en svo og Haukarnir voru alltaf eins og skugginn á eftir okkur. Vörnin var sæmileg, ekkert meira en það þar sem vantaði algjörlega að menn næðu að stíga út í Haukana og ná í brot. Ljósir punktar voru samt þeir að Hilmar nokkur Guðmundsson a.k.a. Hilli Kokteill, var töluvert fyrir boltanum, var að verja eins og skepna á tímabili og hélt okkur á floti. Aron var atkvæðamikill, fylginn sér og skoraði nokkur góð mörk ásamt því að eiga stoðsendingar, strákurinn átti nokkrar blokkir og vann boltann nokkrum sinnum. Ekki má gleyma honum Óla litla Gúst, átti nokkrar neglur sem sungu oftast inni. Gummi nýtti svo færin sín vel og var stabíll á vítapunktinum.
Og… þrátt fyrir lítinn glansleik héldum við þetta út og að endingu klárum við leikinn með 2 marka mun 30-32. Það er ljóst að slíkt dugir til að landa sigri, fengum öll stig sem í boði voru.

<img src="http://render-2.snapfish.com/render2/is=Yup6aQQ%7C%3Dup6RKKt%3Axxr%3D0-qpDofRt7Pf7mrPfrj

Aðrar fréttir