Haukar 2 – FH

Haukar 2 – FH

Stórleikur í 1. deild karla!

     
Haukar 2           VS               FH

Ásvellir, 28. nóvember 2007 kl. 21:00

Haukar 2 eru á botni deildarinnar, hafa ekki enn krækt sér í stig eftir 8 leiki og eru að öllum líkindum hungraðir í að ná sér í sín fyrstu stig. Við FHingar erum sem stendur í 2. sæti deildarinnar einu stigi á eftir ÍR en eigum leik til góða og því toppsætið aftur okkar með sigri annað kvöld. Aðgát skal höfð í þessum leik, því þó svo að Haukaliðið sé ekki enn búnir að vinna sér inn stig og tapað leikjum yfirleitt stórt, getur þetta verið varasamur leikur og þeir komið á óvart. Lið í slíkri stöðu hefur akkúrat engu að tapa sem eru oft erfið lið að eiga við. En með einbeitingu og fókus á verkefnið er ekki spurning að við sigrum.

Síðasti leikur við Hauka 2

Síðasti leikur við Haukana var háður í Kaplakrika miðvikudaginn 10. október síðastliðinn. Ef við rifjum hann upp var hann nokkuð auðveldur af okkar hálfu, ekki mikið fyrir augað en við leiddum hann með þetta 5-7 mörkum allan tímann. Vorum með töluverða yfirburði og engin spurning þannig séð hvar sigurinn lenti en náðum samt ekki að stinga þá almennilega af. Það gerðist í þessum leik að þegar við náðum öruggri forystu slökuðum við á og vorum kærulausir í stað þess að gefa í og taka þá útúr leiknum. En við sigruðum þá að lokum með 10 kvikindum og það var ásættanleg niðurstaða.

Undirbúningur

Við spiluðum síðast við Víkinga í krikanum og máttum muna okkar fífil fegurri(segir maður það ekki?, spyr Elvar að því). Víkingar mættu sprækir og við máttum þakka fyrir stigið þó svo að við hefðum geta stolið sigrinum. Sá leikur er að baki, við lærum af honum og nokkuð ljóst að það þarf að koma tilbúinn í alla leiki sama hver andstæðingurinn er. Þetta hefur Elvar nokkur Erlings haft bakvið hnakkann og menn óspart látnir vita af því. Það er því ekkert til fyrirstöðu en að mæta ákveðnir og tilbúnir annað kvöld. Smá tími hefur liðið frá síðasta leikdegi, 12 dagar eða svo þannig að menn ættu að vera orðnir hungraðir í að spila, hafa æft vel, tekið aðeins meira í lyftingarnar s.s. kraftur og hungur annað kvöld.

Ástand

Ástand manna er ágætt. Arnar Tedda er þó enn að basla við bakmeiðsli, vonandi getur kappinn verið með… þó líklegt að hann verði hvíldur. Siggi er kominn nokkuð á fullt eftir að fingur hans skoppaði úr lið og undirritaður Heiðar Arnarson er frá næstu 2 mánuði að öllum líkindum, kappinn mætti undir hnífinn vegna axlarmeiðsla á þriðjudaginn var og er í miklum prósess að græða sár sín. Samúðarskeyti eru vel þegin, mega sendast til Kaplakrika.

Líklegur hópur á morgun:

Markverðir

Leo

Hilmar

Aðrir leikmenn

Gummi

Árni

Óli Guðm

Óli Gúst

Valur

Aron

Guðni

Gaui

Ari

Teddi

Siggi

Steini

Þjálfarateymið ógurlega:

Elvar Erlings

Steini

Hjálparhellur:

Benni

Beggi

Einar

Svenni

Haukar 2:

Haukarnir hafa eins og áður sagði, ekki náð miklu flugi í deildinni. Hafa þó verið að stríða liðum eins og ÍR, Selfossi og Gróttu og á góðum degi er þetta ágætis lið. Þeirra hættulegustu menn eru miðjumaðurinn Jóhann Gunnar Jónsson sem átti stórgóðan leik gegn okkur síðast og svo hafa þeir öfluga skyttu vinstra megi

Aðrar fréttir