Haukar jöfnuðu metin

Haukar jöfnuðu metin

22-17
N1 deildin, Ásvellir, mánudagurinn 10. mars 2009, kl 19:30

Haukar jöfnuðu
metin í 4. orrustu Hafnarfjarðarliðanna í gærkvöldi þegar þeir lögðu okkur
FHinga 22-17 á Ásvöllum. Eins og sést á lokatölum var ekki mikið um fína
sóknartilburði og nýmæli að FH sem skorað hefur flest mörk í deildinni í vetur
með 30 mörk að meðaltali í leik skori aðeins 17 mörk í einum leik. Ef taka á
jákvæða punkta úr leiknum er hægt að nefna vörn og markvörslu.




Fyrri hálfleikur

Fyrri hálfleikur
var merkilegur og helst fyrir þær sakir að eftir 25 mínútna leik var staðan 8-5
Haukum í vil. Aðeins 13 mörk á 25 mínútum. Leikmenn FH voru afar staðir og
óöruggir í sínum sóknaraðgerðum og Haukavörnin hljóp á lagið með því að stöðva
sífellt boltann og náðu ótal fríköstum. Ekkert flot komst því á sóknarleik FH
sem endaði yfirleitt á því að menn tóku lélega sénsa þeas tóku slæm skot eða
gáfu slæmar sendingar.

Haukum gekk þó
ekkert sérstaklega vel sóknarlega heldur. Vörn FH var að spila ágætlega og
Maggi var að verja vel. Þeir komust í 4-1 en FH minnkaði muninn í 4-3 þegar 10
mín voru liðnar. Haukar komust síðan í 6-3, 8-5 og síðustu 5 mínútur voru
þeirra, skoruðu 4 mörk í röð og leiddu í hálfleik 12-5.

 

Seinni hálfleikur

FH hóf seinni
hálfleik af krafti og náðu að hrista af sér slenið til að byrja með þegar liðið
minnkaði muninn í 3 mörk 14-11. Komin var góð stemmning í liðið og það kviknaði
vel í áhorfendum FH sem byrjaði að hvetja liðið vel. Það var þó skammgóður
vermir því eftir leikhlé Hauka virtust þeir setja í annan gír, eða að FHingar
gáfu eftir. Áfram var sóknin vandamál og næstu 10 mínúturnar skoraði FH aðeins
1 mark. Haukar komust í 19-12 og úrslitin ráðin. FH lagaði aðeins stöðuna og
leikurinn endaði síðan 22-17.

 

Niðurstaðan

Því miður var
ekki sjón að sjá sóknarleik liðsins í gær. Menn virtust hræddir við Haukana,
sumir áhugalausir og aðrir voru bara ekki á staðnum. Ástæðuna skilur
fréttaritari ekki því FH hefur akkurat enga ástæðu til þess að bera slíka
virðingu fyrir Haukunum. Sama FH lið lagði Hauka í tvígang fyrir ekki svo löngu
síðan þar sem liðið var betri aðilinn, bar enga virðingu fyrir þeim og og
sigraði verðskuldað. Varnarleikurinn í gær var aftur á móti góður lengst af og
Magnús Sigmundsson var klárlega besti maður liðsins og var góður allan tímann.
Okkar lykilmenn í síðustu leikjum þeir Bjarni og Aron voru aðeins skugginn af
sjálfum sér, Aron virtist áhugalaus og engan veginn til í slaginn og Bjarni var

Aðrar fréttir