Haukar tóku orrustu nr. 3

Haukar tóku orrustu nr. 3


34-22

N1 deildin, fimmtudagurinn 5. febrúar 2009, kl 19:30


FHingar áttu
dapran dag er þeir mættu Haukum í kvöld í 3. orrustu liðanna í vetur. FH liðið
réð ekki við sterkan varnarleik Hauka og juku þeir forskot sitt jafnt og þétt
og höfðu síðan stórsigur 34-22 eftir að staðan hafði verið 15-9 í hálfleik.


Fyrri hálfleikur

FH liðið byrjaði
frekar illa. Haukar komust í 4-1 eftir 5 mínútur, en FH klóraði í bakkann og
komust í 4-3. Haukar juku þá muninn í 7-3, fóru síðan í 10-5. Mest fóru leikar
15-8 í fyrri hálfleik og staðan ekki góð. Það var svo 15-9 í hálfleik. Leikur
liðsins var í raun ekki að ganga upp hvernig sem á það er litið.
Sóknarleikurinn komst lítt áfram gegn vörn Hauka, spil liðsins var stirt, tekin
voru mörg slök skot og dauðafæri illa nýtt. Eins var allt of mikið af
tæknifeilum. Haukar skoruðu því mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Vörnin komst
aldrei almennilega í gang. Baráttuna vantaði sem verið hefur í síðustu leikjum,
menn töluðu ekki nægilega saman og bökkuðu hvorn annan illa upp.

 

Seinni hálfleikur

Það breyttist lítið í seinni hálfleik. Fljótlega virtist eins og menn hefðu
ekki trú á verkefninu. Menn hlupu illa til baka, voru óákveðnir og baráttan
lítil. Hlutir í raun að birtast sem ekki hefur sést til liðsins lengi. Haukar
juku forystu sína meira í byrjun seinni hálfleiks og ef menn töldu einhverja
von í byrjun hálfleiksins þá dó hún strax á fyrstu 10 mínútunum. Haukar voru
komnir í 22-13 eftir 12 mínútur því miður fyrir okkur FHinga virtist leikurinn
vera búinn. Mestur fór munurinn upp í 13 mörk 32-19. Leikurinn endaði síðan
34-22.

 

Niðurstaðan

Því miður fór sem
fór í kvöld. Ekki dagur okkar drengja en svona er boltinn stundum. Menn ætluðu
sér mikið meira og baráttan og leikgleðin sem verið hefur í liðinu vantaði
algjörlega í dag. Liðið sem heild lék illa og enginn einn ábyrgari en annar.
Það þýðir þó lítið að staldra við þennan leik. Haukarnir eiga þá einn sigur
gegn tveimur okkar og það kemur annar FH – Haukaleikur eftir þennan.

Nú er að bretta
ermar, taka þessum ósigri eins og menn og fara að huga að stórleiknum gegn Val
sem leikinn verður á sunnudaginn. Um er að ræða undanúrslit í

Aðrar fréttir