Haustafaxinn farinn af stað

Haustafaxinn farinn af stað

4.flokkur er með 3 lið skráð til leiks. Eitt A – lið og 2 B lið.

A liðið byrjaði í morgun klukkan 10.00 og sigraði 7-0. Liðið spilaði frábæran fótbolta og sýndu að harður völlur og kuldi þurfa ekki að eyðileggja fyrir mönnum þegar kemur að því að spila liverpoolfótbolta.

Emil Atlason skoraði 5 mörk í leiknum og Aron Lloyd Green skoraði 2. Allir spiluðu mjög vel og verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

Í kjölfarið af A leiknum spilaði B liðið einnig gegn Aftureldingu. Þó svo að sólin hafi skinið skært sáu leikmenn Aftureldingar lítið til sólar og endaði leikurinn 12-1 okkar mönnum í vil. Þetta B-lið er gríðarlega sterk blanda af yngra árs og eldra árs leikmönnum sem með þessum leik gerðu mikið tilkall til sætis í A liðinu.

Gísli Björnsson og Brynjar Jónasson skoruðu báðir þrennu í þessum leik og Andri Jónasson og Arnar Bjarnason skoruðu tvö mörk hvor. Auðunn Lúthersson og Bartosz Komorowski skoruðu báðir eitt mark.

Frábær dagur hjá 4 flokki og næstkomandi miðvikudag keppir hitt B lið flokksins gegn Gróttu.

Aðrar fréttir