Haustboðinn í handbolta, Rvk open um helgina

Haustboðinn í handbolta, Rvk open um helgina

Jæja handboltaunnendur… Handboltavertíðin er rétt handan við hornið, lítið eftir af fótboltanum og menn rétt að jafna sig eftir harpixblöðrur.
Menn eru í óðaönn eða annaóð í undirbúningi og eitt merki þessa er nýafstaðið Reykjavíkur mót sem fram fór um helgina. Þar voru okkar menn mættir, vel hungraðir og rakir um sig miðja.

Mótið byggðist á 2 riðlum. Þar sem hver leikur var 2 x 20 mín fyrir utan úrslitaleiki sem voru 2 x 30.

1. Riðill        2. Riðill
   Fram              FH
       
Stjarnan       Akureyri
    
Víkingur              ÍR 2
      
     HK 2            Haukar 2
      
      ÍR 1                 HK 1
       

Skipulag mótsins var eilítið einkennilegt. A riðillinn spilaðist allur á miðvikudegi og fimmtudegi en B riðillinn á föstudegi og laugardegi.
1. sæti riðils gaf rétt til keppni í úrslitaleik. 2. sæti rétt til leiks um 3 sætið, allt leikir sem spiluðust á laugardegi. Það var því nokkuð ljóst að þau lið sem lentu í 1. og 2. sæti í Riðli B kæmu töluvert minna hvíld til úrslitaleikja heldur en 1. riðils liðin. En það er nú önnur saga.

Okkar menn mættu ÍR 2 í fyrsta leik kl 6 á föstudegi. Menn mættu nett blautir milli eyrna, ekki alveg komnir í gírinn og greinilegt var að eitthvað þurfti að eiga við stillingar. Hann þróaðist á þann veg að jafnt var á flestum tölum, lítið um varnarleik, skárri sóknarleikur en þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. Menn virkuðu þungir og mönnum virtist erfitt að ná almennilegu tempói í sókn. Menn drösluðu þó inn 1 stigi eftir að Addi Tedda(nýkominn í raðir FH eftir góð tímabil í Stjörnunni) skoraði mikilvægt jöfnunarmark undir lokin. Lokatölur 20-20. Mætti segja að hann hafi verið besti maður FH í leiknum. Má koma því á framfæri að Kristmann Dagsson (Manni) fyrrverandi FHingur og nú liðsmaður ÍR, kom mikið við sögu í leiknum og átti fína spretti.
Svo sem enginn draumaleikur en óþarfi að örvænta, klukkutími í næsta leik og menn voru staðráðnir í lagfæringar, áttu ýmislegt inni.

Eftir upphitunina á móti ÍR mættu menn spólgraðir til leiks kl 8 á móti Akureyri. Akureyri með ágætismannskap, töluvert eldra lið með “þungavigtarleikmenn” innanborðs eins og Rúnar “buff” Sigtryggs og Jónatan “tönn” Magnúss. Hér voru FHingar töluvert sprækari. Me

Aðrar fréttir