Hefndum náð!

Hefndum náð!


Það var hart barist í kvöld þegar FH og Haukar mættust í Krikanum

Í kvöld fór fram þriðja og síðasta viðureign FH og Hauka í N1-deild karla þennan veturinn. Leikurinn var leikinn í Mekka handboltans á Íslandi, Kaplakrika, og mátti búast við mikilli spennu enda höfðu allar viðureignir liðanna í vetur verið æsispennandi og úrslitin höfðu oft á tíðum ráðist á lokamínútum leikjanna. Haukarnir höfðu borið sigur úr býtum í öllum þessum leikjum og því voru FH-ingar skiljanlega ákveðnir í að vinna sigur, enda montrétturinn í Firðinum að veði.

Fyrir leikinn voru gestirnir í Haukum á toppi N1-deildarinnar með 24 stig en FH-ingar sátu hins vegar í 3-4 sæti með 17 stig.

Það mátti því búast við frábærri skemmtun í leik kvöldsins, sem að varð svo raunin.

Fyrri hálfleikur
FH-ingar byrjuðu leikinn á góðan máta og virkuðu ákveðnir í öllum sínum aðgerðum. Strákarnir börðust grimmilega í vörninni og spiluðu agaðan sóknarleik. Mikill hraði var í leiknum frá byrjun og hart var barist. FH-ingar virtust hafa yfirhöndina þrátt fyrir að stundum væru liðin jöfn. Oftast var FH þó 2 mörkum yfir og litu ekki út fyrir að vera líklegir til að láta forystuna af hendi.


Aron var ósáttur með sína menn og ekki að ástæðulausu (Mynd: Sport.is)

Aroni Kristjánssyni leist greinilega ekki á blikuna og tók leikhlé á 14. mínútu í stöðunni 9-7. Mikið var predikerað og greinilegt að Aron var alls ekki sáttur með leik sinna manna. Staðan breyttist þó ekki mikið eftir leikhléið, FH-ingar héldu uppteknum hætti og voru alltaf með 1-2ja marka forystu. Staðan í hálfleik var 15-13, FH í vil. Sannarlega verðskulduð forysta hjá strákunum okkar!

Markahæstur í liði FH-inga í fyrri hálfleik var Bjarni Fritzson, hann skoraði 6 mörk.  Pálmar Pétursson stóð sig vel í marki FH og varði 9 skot.


Bjarni að skora eitt af sínum 10 mörkum í kvöld (Mynd: Sport.is)

Seinni hálfleikur
FH-ingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og virkuðu bæði ákafir og sjálfsöruggir í sínum aðgerðum.  Munurinn á liðunum í upphafi seinni hálfleiks var yfirleitt 2-3 mörk og breyttist eiginlega aldrei, sem að sýndi fram á gríðarlega einbeitingu hjá FH-ingum. Í fyrri leikjum liðanna í vetur hafði FH oft komist yfir en ávallt tapað því niður, en það var ekki á teningunum í kvöld. Ein helsta ástæða þess að Haukar náðu yfir höfuð að halda í við FH-ingana að einhverju leiti er sú að oft á tíðum léku FH-ingar manni færri inni á vellinum, þökk sé leikrænum tilburðum Haukamanna og óöryggi dómarapars leiksins.


Einar Andri segir sínum mönnum til af hliðarlínunni (Mynd: Sport.is)

En fljótt tóku FH-ingar öll völd á vellinum. Með hjálp stuðningsmanna sinna, sem að voru vægast sagt frábærir í kvöld, náðu FH-ingar að stinga meistarana af og unnu að lokum góðan 6 marka sigur, 31-25.  

FH-ingar voru frábærir í kvöld. Varnarleikur liðsins var virkilega góður og sóknarleikurinn var með þeim betri sem að undirritaður hefur séð í deildinni í vetur. Strákarnir voru alveg 100% frá fyrstu mínútu og gáfu ekki tommu eftir. Þá stóðust þeir áhlaup Haukanna um miðjan seinni hálfleik, eitthvað sem að FH-ingar hafa ekki staðist áður í vetur. Greinilegt að strákarnir hafa unnið heimavinnuna sína vel fyrir leikinn, þeir virtust einfaldlega hafa lausnir við öllum aðgerðum Haukamanna.

Markahæstur FH-inga í

Aðrar fréttir