Heiðursleikur Geirs Hallsteinssonar í kvöld!

Leikdagur – Heiðursleikur Geirs Hallsteinssonar

Ath: Mætum tímanlega! Og munum að miðasalan er í STUBB appinu!

FH-UMFA í Olísdeild kk verður kl. 19:30 í kvöld. Ath að heiðrun Geirs hefst um kl. 19:15.

Fyrir leik mun Geir Hallsteinsson, sem lýkur störfum sínum fyrir FH nú um áramót, verða heiðraður.

– Veislusalurinn Sjónarhóll opnar kl. 18:00 þar sem Ingvar Viktors segir góðar sögur
– Grillið opnar um 18:15 – Íslandsmeistara 2. fl kk sem Geir gerði að Íslandsm. 1994 standa grillvaktina
– Íslandsmeistaralið FH frá 1984 sem Geir Hallsteinsson gerði að Íslandsmeisturum mun standa heiðursvörð þegar Geir verður heiðraður
– Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti, Viðar Halldórsson, formaður FH, Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri munu svo heiðra Geir á gólfinu fyrir leik.
– Friðrik Dór Jónsson, mun svo syngja FH-lagið „Risar“ Geir til heiðurs

Nú mætum við öll og heiðrum Meistara Geir!

!

Aðrar fréttir