Heimir Guðjóns og Steini Arndal munu bjóða upp á Truffluborgara á sunnudaginn í tilefni af því að úrslitakeppnin er að hefjast

FH.is heyrði í þeim Heimi og Steina í tilefni af grillveislunni sem þeir ætla að standa fyrir á sunnudaginn í tilefni af fyrsta leiknum í úrslitakeppninni sem er á sunnudaginn þegar FH fær Gróttu í heimsókn í 8 liða úrslitum.

Þetta hafði Heimir að segja: ”Það eru kannski ekki margir sem vita það en grillið er minn heimavöllur og ég mun mæta með nokkur trix sem kóngurinn í KJÖTKOMPANÍINU hefur kennt mér. Við Steini munum brydda upp á nýjungum sem hafa ekki þekkst á grillinu í Krikanum. Við munum bjóða upp á truffluborgara fyrir þá sem óska eftir því. Eins vil ég mælast til þess að fólk mæti snemma og nái að melta þetta almennilega áður en leikurinn hefst og ég get ekki mælt við því við nokkurn mann að hann sjái þennan leik á fastandi maga. Ég veit allavega að Biggi Jó og Axel Guðmund ætla að splitta heilu fjölskyldutilboði fyrir leik”

heimirgudjons

Steini var að vanda fullur sjálfstrausts: “Við Heimir mætum fullir sjálfstrausts á Grillið og væntum þessa og keyra einhverja 300 borgara í gegnum grillið fyrir leik, en það er tvöfalt meira en þeir Pálmi Hlöðvers, Stebbi Sigtryggs og Raggi Péturs grilluðu á síðasta leik. Þetta er hægt því hráefnið úr Kjötkompaníinu er einstaklega gott og auðvellt að vinna með, fótavinnan á Heimi hefur ekki verið betri síðan 2004 og við verðum með hundtrygga aðstoðarmenn í formi Jóns Þórðarsonar heilsuræktarfrömuðar úr Hress og Pétur Þórarinsson aka Pétur Sterki. Ég skora því á FH-inga að taka kvöldmatinn í Krikanum og fá sér hamborgara á öðru leveli.”

steiniarndal

Húsið opnar kl. 18:00 með andlitsmálun fyrir krakkana og svo mun DJ Krill-Machine stjórna DJ-borðinu af sinni alkunnu snilld. Leikhléaskot verða allan leikinn þar sem m.a. verður hægt að vinna páskaegg nr. 11 frá GÓU og gjafabréf frá ADIDAS.

Það verður hátíð í Kaplakrika á sunnudaginn!

Áfram FH

Aðrar fréttir