Heimir Guðjónsson látinn fara frá FH

Heimir Guðjónsson látinn fara frá FH


Þjálfari FH til 3ja ára, Heimir Guðjónsson, hefur verið látinn fara eftir 2-1 tap gegn Leikni Reykjavík í Lengjubikarnum fyrr í dag. Þetta staðfesti formaður knattspyrnudeildar FH, Jón Rúnar Halldórsson, í samtali við fréttaritara FH.is. Tapið gegn Leikni þótti með öllu óásættanlegt og var þessi ákvörðun tekin í kjölfarið.

Heimir Guðjónsson – Látinn fara

Þessi brottrekstur er vægast sagt óvæntur enda hefur Heimir unnið gríðarlega gott starf með lið FH, en liðið hefur orðið Íslandsmeistari síðastliðin 2 ár undir stjórn Heimis. Þar áður var Heimir leikmaður og fyrirliði liðsins sem að varð Íslandsmeistari árin 2004 og 2005, auk þess sem að hann var aðstoðarþjálfari árin 2006 og 2007.

Ekki eru allir sáttir með þessa ákvörðun Jóns Rúnars. Mafían hefur efnt til mótmæla í Kaplakrika í kvöld. Hefjast mótmælin kl. 20:00 og er með þeim vonast til að brottrekstur Heimis, sem að hefur gert frábæra hluti með lið FH undanfarin tvö ár, verði dreginn til baka. Viljum við hvetja alla unnendur Meistara Heimis til að mæta í Krikann í kvöld til að sýna Heimi samstöðu.

Aðrar fréttir