Heimir Guðjónsson öflugur á grillinu!

Heimir Guðjónsson öflugur á grillinu!

Það verða engir minni spámenn á grillinu fyrir leik FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Knattspyrnuþjálfarinn, matgæðingurinn og nautnaseggurinn Heimir Guðjónsson hefur fengið aðstoðarmenn sína þá Jörund, Eirík og Ingvar Jónsson til að standa sér við hlið og grilla úrvalshamborgara frá Kjötkompaníinu ofan í gesti Kaplakrika. Þessir hamborgara fást á mjög svo sanngjörnu FH verði í kvöld.

FH.is hafði samband við Heimi og spurði hann út í kvöldið.
                                              

Hvernig kemur þú undirbúinn til leiks fyrir grillið í kvöld ? Ég kem vel undirbúinn til leiks, enda hef ég grillað að meðaltali 5 sinnum í viku síðan ég hætti að spila og það má segja að hamborgararnir séu mitt specialitet. Vissulega hefur þetta þýtt að það er ekki alltaf jafn gaman að stíga á vigtina en ég reyni nú að vera duglegur að hreyfa mig í heilsuparadísinni Hress. 

Í hvaða hlutverkum verða aðstoðarmenn þínir í kvöld ? Það er alveg á hreinu að þeir eru engir aðstoðarmenn hjá mér þegar það kemur að því að grilla. Jörundur þekkir nautið út og inn og sér til þess að borgararnir séu rétt steiktir. Eiki hefur aftur á móti masterað sósugerð í fleiri fleiri ár og það er ljóst að hann mun vera í essinu sínu þegar hann hefur úr öllum þessum Hunt’s sósum að velja. Ingvar kemur aftur að móti til með að trekkja fólk að grillinu enda með eindæmum myndarlegur maður.

Þú kvíður sem sagt ekki kvöldinu ? Nei þegar ég er komin með svona gæða hráefni eins og ég fæ frá kjötkompaníinu og Hunt´s þá getur dæmið einfaldlega ekki klikkað.

Hvernig fer annars leikurinn í kvöld ? Við FH-ingar vinnum þennan leik 29-28 og stemmingin í Krikanum á eftir að koma fram á skjálftamælunum hjá Ragnari Skjálfta.

Eitthvað sem að þú villt koma á framfæri til stuðningsmanna FH ? Ég vil bara einfaldlega hvetja hvern einasta FH-ing til þess að mæta í Krikann í kvöld og láta vel í sér heyra. Það gildir einu hvort menn séu fyrir handbolta, fótbolta eða frjálsar. Þetta er bara svona viðburður sem enginn sem kallar sig FH-ing má missa af.

                                                                          <span style="WIDOWS: 2; TEXT-TRANSFORM: none; TEXT-INDENT: 0px;

Aðrar fréttir