Heimir Guðjónsson: Viljum reyna gera slíkt hið sama í ár

Heimir Guðjónsson: Viljum reyna gera slíkt hið sama í ár

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH,  hefur sent FH.is ákall til stuðningsmanna og kallar Heimir eftir stuðningi í leiknum á fimmtudag gegn Glenavon í Evrópudeildinni. Gefum Heimi orðið:

Kæru FH-ingar.

Framundan er stórleikur í Evrópukeppninni þar sem Norður-írska liðið Glenavon kemur í heimsókn í Kaplakrika.

Stuðningurinn í stúkunni hefur farið batnandi með hverjum leiknum og var frábær í sigurleiknum á Val um síðustu helgi.

Öflugur stuðningur getur fleytt okkur langt – eins og við sáum í leiknum gegn Val þegar FH-liðið náði að sigla heim enn einum karakterssigrinum.

Ég vil hvetja alla FHinga til að mæta á leikinn á fimmtudaginn og styðja FH-liðið í þessum mikilvæga Evrópuleik. Við sáum það í fyrra hversu litlu munaði að við kæmumst enn lengra í Evrópukeppni og við viljum reyna gera slíkt hið sama í ár.

Allir á völlinn!

Kveðja,
Heimir Guðjónsson
Þjálfari FH

Aðrar fréttir