Heimsmet, heimsmetstilraunir og fleiri fréttir af erlendri grund.

Heimsmet, heimsmetstilraunir og fleiri fréttir af erlendri grund.

Það er mikið um að vera úti í heimi, það hefur kannski fallið í smá skugga af bikarkeppninni sem lauk nú um helgina en hér erunokkrar fréttir af stórstjörnunum.

Á Norwich union challenge móti í Glasgow stökk Svetlana Feofanova 4,62m í stangarstökki og reyndi við nýtt heimsmet. Tilraunirhennar gengu þó ekki upp að þessu sinni en Feofanova er greinilega yfirburðakona í stangarstökkinu í dag.

Á sama móti stökk Jonathan Edwards 17,54m í þrístökkinu og Olga Kuzenkova kastaði sleggju tæpa 72m.

Einnig kemur þarna fram á sjónarsviðið enn einn spretthlauparinn frá Bandaríkjunum, Darvis Patton en hann hljóp 200m á 20,16s.

Það sem kannski er athyglisvert við árangrana sem náðust á þessu móti er það að í Glasgow var íslenskt veðurfar, rok og rigning,svo það er ljóst að þessir íþróttamenn eru í toppformi.

Hástökkvararnir voru einnig í sviðsljósinu þessa helgi og þá einna helst Kajsa Berqvist sem stökk hvorki meira né minna en2,05m á móti í Poznan í Póllandi. Hún er fyrsta konan sem kemst yfir þessa hæð frá árinu 1995. Kajsa lét síðan hækka rána í2,10m, heimsmetstilraun, en heimsmetið er í eigu Stefku Kostandinovu og er það 2,09m.

Mark Boswell hástökkvari frá Kanada var einnig að gera góða hluti en hann stökk yfir 2,33m á móti í Eberstadt í Þýskalandi enþar voru margir af bestu stökkvurum heims að keppa.

Á föstudag var síðan fimmta gullmótið haldið í Zurich. Þar var það Brahim Boulami sem stal senunni þegar hann bætti sitt eigiðheimsmet í 3000m hindrunarhlaupi. Klukkan stöðvaðist á 7;53,17 rúmum 11sek á undan næsta manni.

En það var ekki bara Boulami sem hljóp vel. Eyðimerkurljónið El Gurrouj stefndi á það að bæta sitt heimsmet í 1500m hlaupi.Það tókst ekki en þriðji besti tími sögunnar leit samt dagsins ljós og var hann aðeins 0.89sek frá heimsmetinu.

Ana Guevara, Felix Sanchez og Marion Jones ásamt El Guerrouj eru eftir í gullpottinum en Gail Devers féll úr honum eftir aðná aðeins þriðja sætinu í 100m grindarhlaupi.

Í kvöld verður síðan enn ein heimsmetstilraunin gerð í Linz þegar stórhlaupakonurnar Jolanda Ceplak og Maria Mutola ætlasér að gera atlögu að heimsmeti Svetlönu Masterkovu í 1000m hlaupi. Metið er 2;28,98 og ljóst er að báðar þessar konureiga mjög góða möguleika að slá það met.

Mutola er öllu þekktari en Ceplak sem er tiltölulega nýtt nafn og gaman verður að fylgjast með einvígi þeirra í kvöld.

Aðrar fréttir