Herkvaðning á El Clásico; FH-Valur

Herkvaðning á El Clásico; FH-Valur

Orrusta
númer tvö í stríðinu um sæti í úrslitakeppninni verður háð í kvöld kl. 19:30 þegar FH tekur á móti Val í Kaplakrika. FH
vann sigur í fyrstu orrustunni, gegn Fram, með dyggri aðstoð frá
glæsilegri herdeild FH-inga sem fóru hamförum á pöllunum.


stemming sem myndaðist hjá stuðningsmönnum FH í Safamýrinni fór ekki
framhjá neinum. Í textalýsingu mbl.is var minnst á frábæra
stuðningsmenn FH í sífellu og í umfjöllun sport.is var okkur hrósað í
hástert fyrir að hvetja okkar lið í blíðu jafnt sem stríðu. Það þarf
svo varla að fjölyrða um þakklæti leikmanna sem þustu að stúkunni um
leið og flautan gall og föðmuðu stuðningsmenn og gáfu þeim dynjandi
lófatak.

Það er mál manna að þetta kvöld í Safamýrinni hafi
verið einstök handboltaupplifun. Þeir sem misstu af þeirri upplifun fá
tækifæri til að bæta það upp í kvöld gegn Val.

FH og Valur
eru sigursælustu lið íslenskrar handboltasögu með samtals 36
Íslandsmeistaratitla og 12 Bikarmeistaratitla í karlaflokki. Ekkert
annað lið kemst nálægt þessum í titlafjölda. Því er óhætt að segja að
hér mætist risarnir tveir í íslenskum handbolta. Í raun má segja að
FH-Valur sé El Clásico íslenska handboltans.

Þegar tveir risar
berjast er erfitt að spá fyrir um úrslitin. Þess vegna þurfum við
stuðningsmenn að fjölmenna í Krikann sem aldrei fyrr, klædd í hvítu og
hvetja okkar menn allt til enda.

Þetta er herkvaðning til
allra FH-inga nær sem fjær. FH þarf á þér að halda í kvöld. Ætlar
þú að skorast undan eða ætlar þú að taka þátt í upprisu FH?

FH-kveðja
Jóhann Skagfjörð

Aðrar fréttir