Hermann Ragnar Björnsson til FH

Hermann Ragnar Björnsson til FH

 
Hermann handsalar samning við Þorgeir Jónsson, formann í gær

Hermann Ragnar Björnsson hefur gert samning við FH til ársins 2010. Hermann er alinn upp í Stjörnunni og hefur leikið vel með Garðbæingum það sem af er móti. Hermann er 21 árs  bráðefnileg örvhent skytta og mun koma til með að styrkja hægri væng liðsins jafnt í sókn sem vörn. 

Þetta er frábær viðbót við hið geysiefnilega lið FH. Liðið hefur sýnt það í vetur að enginn skortur er á efnivið í Kaplakrika og er FH, að margra mati, talið efnilegasta lið landsins.

Koma Hermanns til FH er í samræmi við skýra stefnu félagsins; að byggja upp gott lið í kringum unga leikmenn og veita þeim tækifæri til að verða betri leikmenn og heilsteyptari einstaklingar. Það er umhverfi sem metnaðarfullum leikmönnum finnst eftirsóknarvert að vera í.

Hermann er skýrt dæmi um þetta en fyrr á þessari leiktíð sömdu einnig Ásbjörn Friðriksson, tvítugur leikmaður frá Akureyri, og Örn Ingi Bjarkason 18 ára leikmaður frá Aftureldingu, við félagið. Þetta er því áframhald þeirra uppbyggingar sem er grunnurinn að framtíð handboltans í Kaplakrika.

Aðrar fréttir