Herra Raufarhöfn mætir í Krikann

Herra Raufarhöfn mætir í Krikann

Það er ekki dónaleg heimsóknin sem við FH-ingar fáum á fimmtudaginn þegar FH og Selfoss leiða saman hesta sína í N1 deild karla. Það er engin annar en maðurinn í hvíta hlýrabolnum með FH tússið á handleggnum hann Jóhann Skagfjörð sem mætir á svæðið og hann ætlar að sjá til þess að stemmingin á pöllunum verði taktföst og óbeisluð.
Jói sem tekið hefur að sér að stýra hlutunum á Raufarhöfn mun ekki eiga í vandræðum með að fá hið ólíklegasta fólk til að losa um bindishnútinn og sleppa af sér beislinu. Það verður því ekki boðið upp á neina leikhússtemmingu í Kaplakrika á fimmtudaginn. Skagfjörðinn er með aðrar hugmyndir, klöpp, stapp, öskur og óheflað andrúmsloft er stemmingin sem Jói ætlar að framkalla með þér áhorfandi góður.

Höldum áfram samstilltu átaki og gerum þetta að eftirminnilegum vetri og styðjum liðið upphafi móts til enda.

Áfram FH

Aðrar fréttir