Hildur besta hægri skyttan og FH með bestu umgjörðiina

Hildur besta hægri skyttan og FH með bestu umgjörðiina

Handbolti.is hefur valið úrvalslið 4. umferðar í N1 deild kvenna.

     

Samkvæmt handbolta.is er FH að koma vel út úr 4. umferð N1 deildar
kvenna. Hildur Þorgeirsdóttir er valin besta hægri skyttan og félagið
er valið með bestu umgjörðina í þessari umferð.

Úrvalslið 3. umferðar í N1 deild kvenna að mati www.handbolti.is er eftirfarandi:

Markvörður:  Florentina Stanciu, Stjarnan.

Vinstra horn:  Jóna Sigríður Halldórsdóttir, HK.

Vinstri skytta:  Hrafnhildur Skúladóttir, Valur.

Miðja:  Þorgerður Atladóttir, Stjarnan.

Hægri skytta:  Hildur Þorgeirsdóttir, FH.

Hægra horn:  Hanna G. Stefánsdóttir, Haukar.

Lína:  Nína Arnfinnsdóttir, Haukar.

Leikmaður umferðarinnar:  Jóna Sigríður Halldórsdóttir, HK.

Þjálfari:  Atli Hilmarsson, Stjarnan.

Lið umferðarinnar:  Stjarnan.

Áhorfendur umferðarinnar: 
Úr vöndu að velja þar sem áhorfendur þurfa að taka sig taki og fara að
mæta, þannig að ekki á neitt félag skilið það að þessu sinni.

Besta umgjörð umferðarinnar:  FH.

Til hamingju FHingar!


Hér má sjá úrvalslið 3. umferðar í N1 deild kvenna.

Hér má sjá úrvalslið 2. umferðar í N1 deild kvenna.

Hér má sjá úrvalslið 1. umferðar í N1 deild kvenna.


Tekið af handbolti.is

Aðrar fréttir