Hilmar Þór í atvinnumennsku

Hilmar Þór í atvinnumennsku

Hilmar Þór Guðmundsson, markvörður í meistaraflokki karla í handbolta, hefur gefið munnlegt samþykki á að spila með þýska liðinu TuS Ferndorf á næsta tímabili, en samningur Hilmars við FH rann út í vor. Hilmar er uppalinn hjá FH með smá viðkomu í Víkingi og á að baki fjölda meistaraflokksleikja.


Hilmar í leik með Ferndorf(Tekið af vef Siegener Zeitung)

TuS Ferndorf spilar í 3. deild í Þýskalandi í svoka llaðri Regionalligu og er staðsett nálægt Köln. Liðið  varð í fimmta sæti deildarinnar síðasta vetur af 16 liðum en liðið vann sér keppnisrétt í Regionalliguna veturinn þar á undan. Alls eru 5 regionalligur þ.e.a.s. 5 riðlar skipa 3. deild og er efsta lið hvers riðils sem fer upp í 2. aðra deild.

Hilmar fór til Ferndorf fyrr í mánuðinum til reynslu og gekk honum mjög vel á æfingum og í æfingaleikjum liðsins. Hann fer utan 4. september ásamt kærustu sinni, Ásdísi Rut Guðmundsdóttir leikmanni Fylkis, sem einnig ætlar sér að spila og stunda nám.

„Þeim leist rosalega vel á norðurljósið“


FH.is setti sig í samband við Hilmar af þessu tilefni og spurði hann út í Þýskalandsförina.


Sæll Hilmar, hvernig hefurðu það? Hvernig leggst Þýskalandsdvöl í þig?

Ég hef það stórfínt og þetta þýskalandsævintýri leggst mjög vel í mig, draumurinn um atvinnumennsku að rætast.

Þú ert að fara að spila með félagi sem heitir TuS Ferndorf. Hvernig gekk þér á æfingum með liðinu?
Mér gekk fínt enda vel undirbúinn, ég hef æft nánast daglega frá því að tímabilið kláraðist með Fimleikafélaginu og með hjálp frá Hreiðari styrktarþjálfara liðsins er líkamlegt ástand nokkuð gott. Þeim leist rosalega vel á norðurljósið (eins og þeir kölluðu mig) og áhangendurnir lögðu mikla áherslu á að félagið kæmist að samkomulagi við mig sem hjálpaði óneitanlega til í samningaviðræðunum.


TuS Ferndorf……… Segðu aðeins frá aðdraganda þess að þú ert að fara og segðu okkur frá þessu liði.

Ég og Ásdís kærastan mín fórum til Vignis Svavarssonar og Loga Geirssonar í Lemgo í febrúar síðastliðnum og sáum þar leik Lemgo gegn Rhein Neckar Löwen. Við kolféllum fyrir aðstæðum og ástríðunni sem fólk hefur gagnvart handboltanum áhuginn er gríðarlegur og hefur aukist eftir að Þjóðverjarnir unnu HM á heimavelli 2007. Ofan á þetta erum við mjög spennt fyrir tungumálinu. Aðstoðarþjálfari Ásdísar hjá Fylki, Daniel Mueller, sagðist þekkja til þarna úti þannig að við létum hann senda video af okkur út og í kjölfarið vorum við beðin um að koma á reynslu. Hún hjá  Weibern og ég hjá TuS Ferndorf.

Liðið var í Oberliga (4. deild) fyrir tveimur árum síðan, sigruðu þá deild og lentu í 5. sæti í Regionalliga (3.deild) í fyrra. Þjálfarinn heitir Caslav Dincic og er Serbi sem vill spila hraðann bolta og keyra yfir liðin sem ég kannast vel við frá Fimleikafélaginu. Liðið er með fullt af góðu fólki að vinna fyrir sig endurgjaldslaust og eru með góð tengsl við fjölmiðla sem t.d. gerði það að verkum að 500 mann

Aðrar fréttir