HM hefst á laugadaginn – Þórey keppir á sunnudaginn. Gangi þér vel Þórey Edda.

HM hefst á laugadaginn – Þórey keppir á sunnudaginn. Gangi þér vel Þórey Edda.

HM hefst á laugadaginn – Þórey keppir á sunnudaginn
Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum hefst á laugardaginn í Helsinki og stendur yfir í níu daga, en mótinu líkur sunnudaginn 14. ágúst.

Eini íslenski keppandinn á mótinu er Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH og mun hún keppa í undankeppni stangarstökksins strax á öðrum keppnisdegi mótsins á sunnudaginn (kl. 13:30 að staðartíma). Úrslit í stangarstökki kvenna fara svo fram miðvikudaginn 10. ágúst.

Möguleikar Þóreyjar Eddu á úrslitasæti eru að sjálfsögðu mjög góðir, enda er hún einn af bestu stangarstökkvurum heims, eins og 5. sæti hennar á Ólympíuleikunum í Aþenu í fyrra vitnar best um.
Íslandsmet hennar frá sl. ári er 4,60 metrar, en hún hefur hæðst stokkið 4,50 metra á þessu ári, en það gerði hún á móti í Þýskalandi 18. júní sl. og skilar sá árangur henni í 9.-11. sæti á heimslistanum á þessu ári.
Ekki er ljóst hversu hátt þarf að stökkva til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, en líklega verður það 4,40-4,45 metrar, en það kemur í ljós á tæknifundi sem fram fer síðar í dag.

Þórey Edda hefur tekið þátt í nokkuð mörgum mótum í sumar, en hún sleppti öllum keppnum sl. vetur vegna meiðsla sem hún átti í í lok sl. árs. Árangur hennar hefur verðið stígandi og hún hefur a.m.k. fjórum sinnum stokkið yfir 4,40 metra á síðustu tveimur mánuðum. Þrjár konur hafa haft nokkra yfirburði á þessu keppnistímabili og ber þar fyrst að nefna Yelenu Isinbayevu frá Rússlandi, sem sett hefur hvert heimsmetið á fætur öðru í greininni, það síðasta 5,00 metra. Pólsku konurnar Anna Rogowska (4,80m) og Monika Pyrek (4,70m) hafa stokkið vel á árinu, en þær voru í sætum 3. og 4. á síðustu Ólympíuleikum. Þrjá konur hafa stokkið yfir 4,60m á árinu, Stacy Dragila, Vanessa Boslag og Jillian Schwartz, tvær yfir 4,51 metra og þrjá yfir 4,50 metra.
Það má búast við því að stangarstökkskeppni kvenna á HM verði jöfn og spennandi, en í sætum 4.-20. á heimslista IAAF eru konur með árangur frá 4,60m og niður í 4,45 metra.

Þórey Edda heldur til Helsinki á morgun frá Þýskalandi, ásamt Hans Jörg Thomaskamp, öðrum af tveimur þjálfurum hennar hjá Bayer Leverkusen, þar sem hún hefur dvalið við æfingar í tæplega tvö ár. Sjónvarpið mun sýna beint frá mótinu alla keppnisdaga, en þeir Samúel Örn Erlingsson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson munu sjá um lýsingu frá þessu tíunda heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum, en fyrsta mótið fór einmitt fram í Helsinki fyrir 22 árum eða 1983.
fengið af fri.is
Fr
Heimasíða mótins er: www.helsinki2005.fi

Aðrar fréttir