Hópleikur FH – 1X2 getraunir

Hópleikur FH – 1X2 getraunir

Hópleikurinn hefst laugardaginn 26. ágúst og stendur yfir í 17 vikur. Leikurinn er þannig að hóparnir tippa á seðil vikunar og senda raðirnar með tölvupósti fh220@visir.is og munum við halda utan um úrslit seðlana og setja vikulega upp stöðu deildarinnar á fh.is ,þar verða hinu ýmsu upplýsingar og hjálpagögn til að notast við til að ná 13 réttumJ. Þessi leikur verður á netinu og verður einungis hægt að greiða með kreditkorti!

Vikurnar 17 eru svo lagðar saman en tvær versu vikurnar detta út, þannig að 15 bestu vikurnar gilda sem loka skor. Verðlaunin fyrir hópinn sem lendir í fyrsta sæti eru frábær ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum (flug, hótel og miði á leikinn).

Algengasta leikkerfið sem er notað er 144 raðir (=1.440kr.), en þetta kerfi gefur möguleika á að tvítriggja fjóra leiki og þrítryggja tvo. Röðin kostar aðeins 10 krónur og er ekkert hámarks eða lágmarksgjald.

FH er með besta liðið, bestu stuðningsmennina og nú er kominn tími til að vera bestir í tippinu!

Með FH kveðju,

Umsjónarmenn Getraunaþjónustu FH:

Elvar Ægisson og Arnar Ægisson

Aðrar fréttir