Hópur U17 kvenna valinn

Hópur U17 kvenna valinn

Úlfar Hinriksson hefur valið hópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í undanriðli Evrópumóts U17 kvenna sem fram fer Svartfjallalandi dagana 20. – 28. október. Í hópnum eru þrjár stúlkur frá FH, þær Aníta Dögg Guðmundsdóttir, Guðný Árnadóttir og Rannveig Bjarnadóttir. Stúlkurnar hafa allar komið við sögu hjá meistarflokk kvenna í sumar ásamt því að spila með 3.flokknum sem var meðal annars bikarmeistari nú dögunum. TIl hamingju stelpur.

Aðrar fréttir