Hrafnkelsmótið í golfi á Keili 6. september

Hrafnkelsmótið í golfi á Keili 6. september

Sæl öll, þá er komið að því að halda í annað sinn Hrafnkelsmótið í golfi, en það verður að þessu sinni haldið 6. september 2013 á Hvaleyrarvelli. Ræst er út frá kl. 10:00 – 14:00 og leikið verður punktafyrirkomulag með grunnforgjöf.

Þátttökugjald er 5.000 kr. og rennur allt gjaldið óskert í Íþrótta- og afrekssjóð barna Hrafnkels.

Hægt er að skrá sig á golf.is eða smella hér á tengilinn að neðan.

Athugið að aðeins 100 kylfingar komast að en þeir sem komast ekki að eða bara komast ekki í ár geta lagt inn á reikning sjóðsins: 0544-04-766000, kt. 510810-0900.

Glæsilegir vinningar eru í verðlaun og einnig verður dregið úr skorkortum.

kv.
golfnefndin

Aðrar fréttir