HSÍ spáin – FH N1-deildarmeistari í vor

HSÍ spáin – FH N1-deildarmeistari í vor

FH-ingum er spáð deildarmeistaratitlinum í N1-deild karla í handknattleik en á árlegum kynningarfundi N1-deildarinnar í hádeginu var kunngerð spá þjálfara og forráðamanna liðanna um röð liðanna í deildinni.

Átta lið skipa N1-deild karla og verður leikin þreföld umferð. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn, liðið í áttunda sæti fellur og liðið sem hafnar í sjöunda sætinu fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

Spáin sem kunngerð var í hádeginu lítur þannig út:

1. FH 218

2. Haukar 214

3. Akureyri 187

4. Fram 170

5. Valur 146

6. HK 119

7. Selfoss 104

8. Afturelding 90

Í 1. deild karla eru þátttökuliðin átta sem munu spila þrefalda umferð. Efsta lið kemst upp í N1-deildina og liðin sem hafna í sætum 2-4 fara í umspil ásamt liðinu sem endar í 7. sæti í N1-deildinni.

Spá forráðamanna liðanna í 1. deildinni lítur þannig út:

1. Grótta 217

2. ÍBV 198

3. Stjarnan 195

4. ÍR 183

5. Víkingur 159

6. U-FH 107

7. U-Selfoss 97

8. Fjölnir 92

Aðrar fréttir