HSÍ spáin – FH N1-deildarmeistari í vor

HSÍ spáin – FH N1-deildarmeistari í vor

FH-ingum er spáð deildarmeistaratitlinum í N1-deild karla í handknattleik en á árlegum kynningarfundi N1-deildarinnar í hádeginu var kunngerð spá þjálfara og forráðamanna liðanna um röð liðanna í deildinni. FH konum er spá 5. sætinu og ungmennaliði FH spáð 6. sætinu í 1. deild.

Átta lið skipa N1-deild karla og verður leikin þreföld umferð. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn, liðið í áttunda sæti fellur og liðið sem hafnar í sjöunda sætinu fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

Spáin sem kunngerð var í hádeginu lítur þannig út:

1. FH 218

2. Haukar 214

3. Akureyri 187

4. Fram 170

5. Valur 146

6. HK 119

7. Selfoss 104

8. Afturelding 90

Í 1. deild karla eru þátttökuliðin átta sem munu spila þrefalda umferð. Efsta lið kemst upp í N1-deildina og liðin sem hafna í sætum 2-4 fara í umspil ásamt liðinu sem endar í 7. sæti í N1-deildinni.

Spá forráðamanna liðanna í 1. deildinni lítur þannig út:

1. Grótta 217

2. ÍBV 198

3. Stjarnan 195

4. ÍR 183

5. Víkingur 159

6. U-FH 107

7. U-Selfoss 97

8. Fjölnir 92 

Fram er spáð deildarmeistaratitlinum í N1-deild kvenna. Keppni í N1-deild kvenna hefst um næstu helgi.

10 lið taka þátt í N1-deildinni á komandi leiktíð og líkt og á síðasta tímabili fara fjögur efstu liðin í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn.

Spá þjálfara og forráðamanna liðanna í N1-deild kvenna var eftirfarandi:

1. Fram 286

2. Valur 282

3. Stjarnan 224

4. Fylkir 213

5. FH 144

6. HK 142

7. Haukar 139

8. ÍBV 116

9. Grótta 67

10.ÍR 37

Tekið af mbl.is

//
function counthit () {
mbl_counter(‘newsitem-read’, 1516196, null, null, null, true);
}
setTimeout( counthit, 3000 );
//

Aðrar fréttir