Hvað segja Aron og Sigurbergur fyrir leikinn?

Hvað segja Aron og Sigurbergur fyrir leikinn?

Aron Pálmarsson, leikmaður FH og landsliðsins


Sæll Aron. Hvernig er stemmningin í Krikanum þessa dagana?

Stemmningin er frábær þessa dagana, gæti held ég ekki verið betri.

Nú hefur gengið ágætlega í haust. FH- liðið byrjað vel en smá niðursveifla í síðustu2 leikjum.   Hver er lykillinn að þessum góða árangri og afhverju heldurðu að fólki komi þessi árangur svona
mikið á óvart?

Við æfðum gríðarlega vel síðasta sumar undir stjórn frábærra þjálfara. Erum allir í toppformi og það er mikill metnaður í félaginu. Ég mundi segja að þaðværi lykillinn að þessum árangri. Auðvitað kemur þessi árangur fólki á óvart, við erum með mjög ungt lið og erum náttúrulega
nýliðar í deildinni. Þannig að í rauninni er þetta vonum framar.

Nú voru þú og Beggi í Haukum að gera það gott með landsliðinu um helgina og landsliðsþjálfarinn ánægður með ykkur ungu mennina. Hver var þín upplifun af leikjunum og almennt, hver er upplifun þín að vera kominn í landsliðið? Var ekki skemmtilegt að leggja heimsmeistarana fyrir fullu húsi á þeirra eigin heimavelli?

Mín upplifun af þessum leikjum var frábær. Að fá að spila við bestu
aðstæður í heimi við heimsmeistarana og að vinna þá og gera jafntefli er náttúrulega ekkert sem allir gera á þeirra heimavelli. Að vera kominn í landsliðið er stærsta viðurkenning sem maður getur fengið vil ég meina.

Nú er Kiel, að margra mati besta handboltalið í heimi, á eftir þér ásamt Lemgo sem er ekki mikið síðra lið. Þú hlýtur að vera nokkuð sáttur við þá athygli…?

Ég er þvílíkt stoltur af því að hafa þessi lið á eftir mér og vera kominn svona langt aðeins 18 ára. Þetta er klárlega eitthvað sem er að gerast fyrr en ég bjóst við en þetta sýnir bara það að maður er að gera eitthvað rétt og eiga FH og allir í kringum félagið stóran þátt í því.

Nú er mikill Hafnarfjarðarslagur á sunnudaginn og rígurinn í algleymingi. FH hafði betur síðast í frábærum leik fyrir framan fullt hús í Krikanum. Haukarnir hyggja væntanlega á hefndir, hvernig meturðu leikinn og möguleika FH?

Þetta verður stærsti leikur vetrarins, það er alveg á hreinu. Bæði lið mæta
dýrvitlaus og auðvitað ætla þeir að hefna en við ætlum ekkert að gefa eftir. Við eigum klárlega betri áhorfendur vil ég meina og vonandi bara að það verði jafn góð ef ekki betri stemming í Krikanum en var síðast.

Hvernig fer leikurinn?

Við vinnum að sjálfsögðu, skiptir mig engu máli hvernig. Bara FH SIGUR!

Sigurbergur Sveinsson Hauka- og landsliðsmaður

Sæll Beggi hvað syngur í Haukamönnum þessa dagana?

Syngur fínt, menn eru búnir að fá góða hvíld eftir frekar mikið álag  undanfarnar vikur og eru tilbúnir að takast á við þau verkefni sem eru
framundan.

Nú hafið þið verið að rétta úr kútnum eftir brösugt gengi. Hvað
hefur verið að klikka hjá liðinu í byrjun móts og hvernig gengur
að snúa við blaðinu?

Það er bókað mál að meistaradeildin var að taka sinn toll og hafði
augljóslega áhrif á okkur í deildinni. En ég held að síðasti leikur okkar í
deildinni á móti Akureryri svari þessari spurningu

Nú voru þið Aron að gera gott mót með landsliðinu um helgina. Hvernig var þín upplifun? Var ekki skemmtilegt að leggja heimsmeistarana á sínum heimavelli?

Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og það að ná jafntefli og sigri var eitthvað sem fáir bjuggust við. Upplifunin var fín, er mjög  ánægð

Aðrar fréttir