Hvað segja Gummi Gumm og Hrafnkels?

Hvað segja Gummi Gumm og Hrafnkels?

FH.is náði á dögunum tali af þungaviktarmönnum í íslenskum handbolta
til að spá fyrir um undanúrslitaleikinn í Bikarnum, Valur – FH.
Nafnarnir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Guðmundur
Hrafnkelsson fyrrverandi landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari Víkinga
diskútera hér leikinn…

Mikil
barátta og leikgleði í FH-liðinu – Gummi Gumm

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á von
á hörkuleik þegar FH heimsækir Val í Vodafone-höllina að Hlíðarenda á sunnudag.

„Þetta eru lið sem hafa staðið sig vel það sem
af er tímabili. FH-liðið er kannski ofar í deildinni en margir héldu og er nú í
undanúrslitum bikars. Þeir hafa spilað mjög vel á köflum og dottið niður þess á
milli. Það er mjög mikilvægt fyrir liðið að Aron og Ólafur spili, það veikir
óneitanlega liðið ef að þeir eru fjarverandi og verður á brattann að sækja á
útivelli.“

 

FH.is bað landsliðsþjálfarann að tiltaka kosti
beggja liða:

 

FH: Mikil barátta, leikgleði og góður
sóknarleikur hefur verið aðalsmerki liðsins í vetur. Varnarleikurinn gæti verið
betri en hefur þó á köflum verið góður. Heilt yfir er það sóknarleikur og hröð
upphlaup sem eru styrkleiki liðsins.

 

Valur: Valsmenn hafa mjög breiðan hóp og marga
góða leikmenn, þannig geta þeir dreift álaginu. Þeirra helsti styrkleiki er
kannski sá hvað þeir eru jafnir í vörn og sókn, enginn afgerandi munur þar á
milli. Svo vegur reynslan þungt í svona leikjum.

 

Hvað leikinn sjálfan varðar vildi Guðmundur
ekki spá fyrir um úrslit stöðu sinnar vegna en hann á von á hörkuleik tveggja
góðra liða.

FH-ingar
fullir sjálfstrausts – Guðmundur Hrafnkels

Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrverandi
landsliðsmarkvörður, lék á sínum tíma með bæði FH og Val. FH.is spurði Guðmund
út í leik Vals og FH í undanúrslitum bikarsins og hvernig hann spáir að
leikurinn fari.
Guðmundur er leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og átti
hann afar farsælan feril sem slíkur. Guðmundur lék nokkur tímabil sem
atvinnumaður, bæði í Þýskalandi og á Ítalíu, auk þess sem hann spilaði hér
heima fyrir Val, FH, Breiðablik, Fylki og Aftureldingu.

Í dag starfar Guðmundur hjá Fjölsmiðjunni í
Kópavogi.

 

 

<div align="left

Aðrar fréttir