Hvaða lið er Glenavon? – Twitter umræða

Hvaða lið er Glenavon? – Twitter umræða

FH mætir hálf-atvinnumannaliðinu Glenavon F.C. í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Fyrri leikurinn fer fram hér heima á fimmtudaginn og leikið er ytra viku síðar eða 10. júlí.

Glenavon er frá Norður-Írlandi og er Gary Hamilton, spilandi þjálfari liðsins, en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu síðan 2011. Allir leikmenn Lurgan Blues eins og þeir eru kallaðir, koma frá Bretlandseyjum, þrír frá Írlandi – en restin frá Norður-Írlandi, þaðan sem liðið er.

Liðin lenti í sjötta sæti í norður-írsku deildinni á síðasta tímabili, en liðið vann hins vegar bikarinn með sigri á Ballymea United, 2-1, í úrslitaleiknum. Því fór liðið í Evrópukeppnina. 

Heimavöllurinn Glenavon, Mourneview leikvangurinn, tekur 4000 manns sæti og má sjá mynd af honum hér.

Glenavon var fyrsta liðið frá Norður-Ílandi til að komast í Evrópukeppni og hafa mætt liðum á borð við AGF, Royal Antwerp og Werder Bremen, en það var allt á síðustu öld. 

Eins og fyrr segir fara leikirnir fram 3. og 10. júlí, þann þriðja í Kaplakrika og viku síðar í Norður-Írlandi. Sigurvegari úr þessari viðureign mætir svo FC Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi. 

Skemmst er frá því að segja að þetta verður ekki fyrsti leikurinn milli FH og Glenavon. Liðin mættust árið 1995 í UEFA-bikarnum eins og keppnin hét um árið. Leikur liðanna ytra fór 0-0. Höddi Magg, sjónvarpsmaðurinn og markahrókurinn, klikkaði víti í seinni leik liðanna í Krikanum og tapaðist hann 1-0.

Lið FH var svona skipað í leiknum hér heima gegn Glenavon: Stefán Arnarson – Auðun Helgason, Petr Mrazek, Stefan Toth (Hlynur Eiríksson 77.), Ólafur Kristjánsson (Þorsteinn Halldórsson 40.) – Hrafnkell Kristjánsson, Jón Sveinsson, Hallsteinn Arnarson, Arnar Viðarsson – Jón Erling Ragnarsson, Hörður Magnússon. 

Um 600 manns mætttu á leikinn þá, en í ár ætlum við að gera mun betur og fjölmenna á völlinn. Miðasala hefst tveimur tímum fyrir leikinn, en grillaðir verða hamborgarar og hægt að fá sér eitthvað kalt að drekka með leiknum. 

Hér fyrir neðan má sjá twitt Hödda og fleiri sem fjölluðu um dráttinn:

Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður og markahrókur mikill:

FH lék við Glenavon 95. Markalaust jafntefli í fyrri leik.Lét verja frá mér víti í Krikanum og tapaðist 0-1.25 m kr víti var mér sagt. #Saga

Skapti Hallgrímsson, blaðamaður:

<a class="twitter-atreply pretty-link" href="https

Aðrar fréttir